Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 14:01 Aron Jóhannsson heldur um rifbeinin eftir að hafa brotnað í leiknum gegn FH. Stöð 2 Sport „Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur. Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira