Fósturlát verður í um 15 til 20% staðfestra þungana og er talið að um þriðja hver kona missi fóstur einhvern tíma á lífsleiðinni. Parið deildi fréttunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.
„Við þurfum að tilkynna að við misstum kraftaverkabarnið okkar snemma á meðgöngunni,“
sagði meðal annars í færslunni. Sam hefur sjálfuð skrifað skilaboð undir færsluna en í þeim stendur: „Við munum eignast kraftaverk bráðum“ og stjörnur á borð við Paris Hilton og Cristinu Perri hafa sent parinu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.
Britney og Sam trúlofuðust í september í fyrra og fögnuðu saman þegar hún öðlaðist sjálfræði á ný í nóvember en þau kynntust við tökur á myndbandinu fyrir „Slumber Party". Fyrir á Britney synina Sean Preston og Jayden James með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline en hún hefur talað um það í þó nokkurn tíma að hún vilji stækka fjölskylduna sína. Parið þakkar einnig fyrir stuðninginn í færslunni og óskar eftir næði.
Það var sérstakur sigur fyrir Britney þegar hún komst að því að hún ætti von á barni en hún hafði í rúman áratug verið þvinguð af föður sínum til þess að vera á getnaðarvörn gegn hennar vilja sem hún hafði ítrekað mótmælt líkt og kom fram í réttarhöldunum í fyrra.