Lífið

Net­verjar í skýjunum með flutning systranna

Árni Sæberg skrifar
Frá búningarennsli systranna í gær.
Frá búningarennsli systranna í gær. Jens Büttner/Getty

Systurnar Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur fluttu lagið Með hækkandi sól á stóra sviðinu í Tórínó rétt í þessu. Svo virðist sem landsmenn séu hæstánægðir með frammistöðu þeirra.

Áður en viðbrögð við flutningnum eru lesin er ráð að kynna sér hann en horfa má á atriði systranna í spilaranum hér að neðan.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið sér tíma til að horfa á Eurovision þrátt fyrir mikilvægar kosningar í dag. Hún segist hafa fengið gæsahúð við áhorfið.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, segir systurnar hafa staðið sig með sóma en hún virðist vera með hugann við kosningarnar.

Margir eru einnig ánægðir með stuðning systranna við Úkraínu, þeirra á meðal eru uppistandarinn Stefán Vigfússon og varaþingmaðurinn Halldór Auðar Svansson

Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sparar ekki hólið og líkir systrunum við sjálfan Jón forseta.

Tanja Ísfjörð, einn meðlima Öfga, var himinlifandi með flutninginn. 

Allir glaðir

Viðbrögð við flutningi systranna hafa nánast einungis verið jákvæð, hluta af þeim má sjá hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.