Tuchel: Klopp er einn allra, allra besti þjálfari heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 11:31 Thomas Tuchel mætir með Chelsea á Wembley í dag. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. Tuchel ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Liverpool, Jürgen Klopp, og segir hann vera einn allra besta þjálfara heims. Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira