Ekkert partý þótt að Liverpool vinni bikarinn á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 16:30 Jurgen Klopp faðmar hér Ibrahima Konate eftir að Liverpool komst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. AP/Alberto Saiz Leikmenn Liverpool fá ekkert að halda sigurpartý annað kvöld þótt að þeir vinni Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf það út á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir fá ekki að fagna sigri um kvöldið. Liverpool á enn möguleika á fernunni þótt að enska deildin sé nánast úr myndinni eftir tvo stórsigra Manchester City í röð og jafntefli Liverpool á móti Tottenham. "You're in a really good mood" Jurgen Klopp says it will be difficult to prepare for the FA Cup final against Chelsea as they are a 'well-coached' team with lots of different options. pic.twitter.com/Kd8DOZHhII— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2022 Klopp hefur aldrei unnið enska bikarinn en Liverpool vann hann síðast árið 2006. „Þegar þú ert að berjast um þrjá eða fjóra titla þá er alveg á hreinu hvenær menn mega fagna og hvenær ekki,“ sagði Jürgen Klopp. „Það er mikið að gera hjá okkur á þessu tímabili en auðvitað verður úrslitaleikur enska bikarsins aldrei eins og hver annar leikur. Þetta er sérstakur leikur og einn af þeim stærstu á þeirra ferli. Við viljum njóta stundarinnar og koma með bikarinn til fólksins okkar,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp has reiterated how special it is to have reached the #EmiratesFACup final — Liverpool FC (@LFC) May 13, 2022 „Við gátum ekki fangað sigri eftir að við unnum enska deildarbikarinn af því að við spiluðum þremur dögum síðar. Ef við vinnum enska bikarinn þá er leikur á móti Southampton þremur dögum síðar,“ sagði Klopp. „Við fórum í sigurskrúðgöngu hjá [Borussia] Dortmund sem var stór. Nú mætum við Southampton í stað þess að halda slíkan fögnuð. Ef þú hefur ekki haft gaman af þessu tímabili þar til núna þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Klopp. Bikarúrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Upphitun hefst klukkan 15.15 en leikurinn klukkan 15.45. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf það út á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir fá ekki að fagna sigri um kvöldið. Liverpool á enn möguleika á fernunni þótt að enska deildin sé nánast úr myndinni eftir tvo stórsigra Manchester City í röð og jafntefli Liverpool á móti Tottenham. "You're in a really good mood" Jurgen Klopp says it will be difficult to prepare for the FA Cup final against Chelsea as they are a 'well-coached' team with lots of different options. pic.twitter.com/Kd8DOZHhII— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2022 Klopp hefur aldrei unnið enska bikarinn en Liverpool vann hann síðast árið 2006. „Þegar þú ert að berjast um þrjá eða fjóra titla þá er alveg á hreinu hvenær menn mega fagna og hvenær ekki,“ sagði Jürgen Klopp. „Það er mikið að gera hjá okkur á þessu tímabili en auðvitað verður úrslitaleikur enska bikarsins aldrei eins og hver annar leikur. Þetta er sérstakur leikur og einn af þeim stærstu á þeirra ferli. Við viljum njóta stundarinnar og koma með bikarinn til fólksins okkar,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp has reiterated how special it is to have reached the #EmiratesFACup final — Liverpool FC (@LFC) May 13, 2022 „Við gátum ekki fangað sigri eftir að við unnum enska deildarbikarinn af því að við spiluðum þremur dögum síðar. Ef við vinnum enska bikarinn þá er leikur á móti Southampton þremur dögum síðar,“ sagði Klopp. „Við fórum í sigurskrúðgöngu hjá [Borussia] Dortmund sem var stór. Nú mætum við Southampton í stað þess að halda slíkan fögnuð. Ef þú hefur ekki haft gaman af þessu tímabili þar til núna þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Klopp. Bikarúrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Upphitun hefst klukkan 15.15 en leikurinn klukkan 15.45.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira