City fékk Haaland á mesta afslætti sögunnar samkvæmt úttekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:31 Erling Braut Haaland er enn bara 21 árs gamall en búinn að sanna sig á stóra sviðinu. Twitter Það voru mörg stórlið á eftir norska framherjanum Erling Braut Haaland en á endanum voru það verðandi Englandsmeistarar Manchester City sem höfðu betur í því kapphlaupi eins og þeir eru að gera væntanlega í kapphlaupinu um enska titilinn í ár. Það er hins vegar verðið sem City borgar fyrir þennan 21 árs ofurframherja sem er kannski mesta afrekið. City borgar Dortmund nefnilega bara uppsagnarákvæði í samningi Haaland sem hefði farið fyrir svo mikið meira á opnum markaði. Fólkið á GiveMeSport vefnum tók saman lista yfir þá knattspyrnumenn sem hafa verið keyptir á mestum afslætti á þáverandi markaðsvirði og Norðmaðurinn er þar efstur á lista. Þeir nýta sér þar verðmat Transfermarkt síðunnar vinsælu. Erling Haaland, new Man City player #MCFC Manchester City will pay 60m [not 75m] release clause to BVB, plus commission to be added. His salary will be worth £375,000/week, same level as de Bruyne. Medical has been already completed.The saga is over. pic.twitter.com/Qzf3HNDVhN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2022 Haaland sló þar út Lionel Messi þrátt fyrir að argentínska goðsögnin hafi ekki kostað Paris Saint Germain eina krónu síðasta haust. Messi fór þar 72 milljónum punda undir markaðsvirði á þeim tíma en hann var náttúrulega orðinn 33 ára gamall þegar hann kom til PSG. Haaland var keyptur á 54 milljónir punda og City fékk hann því á 81 milljón punda undir markaðsvirði samkvæmt umræddri samantekt. Félagsskiptasíðan Transfermarkt mat Haaland á 135 milljónir punda þegar kaupin fóru fram. Jurgen Klopp isn't happy to see Erling Haaland in the Premier League pic.twitter.com/Gm94uxWOps— GOAL (@goal) May 11, 2022 Eins og með fleiri kaupverð á leikmönnum þá mun bætast mikið við þessa upphæð eins og bónusgreiðslur, greiðslur til umboðsmanna og annað slíkt. Þetta er aftur á móti kaupverðið sjálft. Erling Haaland er í dag næstverðmætasti leikmaður heimsins á eftir Frakkanum Kylian Mbappé. Í þriðja sæti er Vinicius Junior hjá Real Madrid, Mohamed Salah er fjórði og Harry Kane situr í fimmta sæti á undan Phil Foden. En af fleiri leikmönnum sem hafa farið á miklum afslætti þá var Daninn Christian Eriksen í efsta sætinu áður en Messi fór til PSG og Haaland til Manchester City. Tottenham seldi danska miðjumanninn á 56,7 milljónum punda undir markaðsvirði til Internazionale. @ErlingHaaland has signed for @ManCity for £51m. He's cost less than: Romelu Lukaku (£97.5m) Harry Maguire (£80m) Jadon Sancho (£73m) Nicolas Pepe (£72m) Kepa (£72m) Christian Pulisic (£58m) Naby Keita (£52.75m) Fred (£52m) pic.twitter.com/hfA69lwy3l— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 10, 2022 Í fjórða sæti eru önnur kaup PSG síðasta haust eða þegar félagið fékk ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Donnarumma frítt frá AC Milan. Fimmti á listanum er síðan David Alaba sem Real Madrid fékk frítt frá Bayern München þegar hann var metinn á 49,5 milljónir punda. City er því að fá Haaland á svo góðu verði að helsta samkeppnin, fyrir utan fyrrnefndan Eriksen, er frá leikmönnum sem runnu út á samning og fóru frítt á milli liða. Leikmenn milli liða á mestum afslæti miðað við tölur Transfermarkt: 1. Erling Haaland (Borussia Dortmund til Man. City) – 81 milljón punda munur 2. Lionel Messi (Barcelona til Paris Saint-Germain) – 72 milljónir punda munur 3. Christian Eriksen (Tottenham Hotspur til Inter) – 56,7 milljónir punda munur 4. Gianluigi Donnarumma (AC Milan til PSG) – 54 milljónir punda munur 5. David Alaba (Bayern München til Real Madrid) – 49,5 milljónir punda munur 6. Robert Lewandowski (Dortmund til Bayern) – 45,0 milljónir punda munur 7. Memphis Depay (Lyon til Barcelona) – 40,5 milljónir punda munur 8. Nabil Fekir (Lyon til Real Betis) – 36,23 milljónir punda munur 9. Leon Goretzka (Schalke til Bayern München) – 36 milljónir punda munur 9. Stefan de Vrij (Lazio til Inter Milan) – 36 milljónir punda munur 9. Aaron Ramsey (Arsenal til Juventus) – 36 milljónir punda munur 12. Alexis Sanchez (Arsenal til Manchester United) – 32,4 milljónir punda munur 13. Eden Hazard (Chelsea til Real Madrid) – 31,5 milljón punda munur 13. Michael Ballack (Bayern München til Chelsea) – 31,5 milljón punda munur 13. Hakan Calhanoglu (AC Milan til Inter Milan) – 31,5 milljón punda munur 13. Niklas Sule (Bayern til Dortmund) – 31,5 milljón punda munur Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Það er hins vegar verðið sem City borgar fyrir þennan 21 árs ofurframherja sem er kannski mesta afrekið. City borgar Dortmund nefnilega bara uppsagnarákvæði í samningi Haaland sem hefði farið fyrir svo mikið meira á opnum markaði. Fólkið á GiveMeSport vefnum tók saman lista yfir þá knattspyrnumenn sem hafa verið keyptir á mestum afslætti á þáverandi markaðsvirði og Norðmaðurinn er þar efstur á lista. Þeir nýta sér þar verðmat Transfermarkt síðunnar vinsælu. Erling Haaland, new Man City player #MCFC Manchester City will pay 60m [not 75m] release clause to BVB, plus commission to be added. His salary will be worth £375,000/week, same level as de Bruyne. Medical has been already completed.The saga is over. pic.twitter.com/Qzf3HNDVhN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2022 Haaland sló þar út Lionel Messi þrátt fyrir að argentínska goðsögnin hafi ekki kostað Paris Saint Germain eina krónu síðasta haust. Messi fór þar 72 milljónum punda undir markaðsvirði á þeim tíma en hann var náttúrulega orðinn 33 ára gamall þegar hann kom til PSG. Haaland var keyptur á 54 milljónir punda og City fékk hann því á 81 milljón punda undir markaðsvirði samkvæmt umræddri samantekt. Félagsskiptasíðan Transfermarkt mat Haaland á 135 milljónir punda þegar kaupin fóru fram. Jurgen Klopp isn't happy to see Erling Haaland in the Premier League pic.twitter.com/Gm94uxWOps— GOAL (@goal) May 11, 2022 Eins og með fleiri kaupverð á leikmönnum þá mun bætast mikið við þessa upphæð eins og bónusgreiðslur, greiðslur til umboðsmanna og annað slíkt. Þetta er aftur á móti kaupverðið sjálft. Erling Haaland er í dag næstverðmætasti leikmaður heimsins á eftir Frakkanum Kylian Mbappé. Í þriðja sæti er Vinicius Junior hjá Real Madrid, Mohamed Salah er fjórði og Harry Kane situr í fimmta sæti á undan Phil Foden. En af fleiri leikmönnum sem hafa farið á miklum afslætti þá var Daninn Christian Eriksen í efsta sætinu áður en Messi fór til PSG og Haaland til Manchester City. Tottenham seldi danska miðjumanninn á 56,7 milljónum punda undir markaðsvirði til Internazionale. @ErlingHaaland has signed for @ManCity for £51m. He's cost less than: Romelu Lukaku (£97.5m) Harry Maguire (£80m) Jadon Sancho (£73m) Nicolas Pepe (£72m) Kepa (£72m) Christian Pulisic (£58m) Naby Keita (£52.75m) Fred (£52m) pic.twitter.com/hfA69lwy3l— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 10, 2022 Í fjórða sæti eru önnur kaup PSG síðasta haust eða þegar félagið fékk ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Donnarumma frítt frá AC Milan. Fimmti á listanum er síðan David Alaba sem Real Madrid fékk frítt frá Bayern München þegar hann var metinn á 49,5 milljónir punda. City er því að fá Haaland á svo góðu verði að helsta samkeppnin, fyrir utan fyrrnefndan Eriksen, er frá leikmönnum sem runnu út á samning og fóru frítt á milli liða. Leikmenn milli liða á mestum afslæti miðað við tölur Transfermarkt: 1. Erling Haaland (Borussia Dortmund til Man. City) – 81 milljón punda munur 2. Lionel Messi (Barcelona til Paris Saint-Germain) – 72 milljónir punda munur 3. Christian Eriksen (Tottenham Hotspur til Inter) – 56,7 milljónir punda munur 4. Gianluigi Donnarumma (AC Milan til PSG) – 54 milljónir punda munur 5. David Alaba (Bayern München til Real Madrid) – 49,5 milljónir punda munur 6. Robert Lewandowski (Dortmund til Bayern) – 45,0 milljónir punda munur 7. Memphis Depay (Lyon til Barcelona) – 40,5 milljónir punda munur 8. Nabil Fekir (Lyon til Real Betis) – 36,23 milljónir punda munur 9. Leon Goretzka (Schalke til Bayern München) – 36 milljónir punda munur 9. Stefan de Vrij (Lazio til Inter Milan) – 36 milljónir punda munur 9. Aaron Ramsey (Arsenal til Juventus) – 36 milljónir punda munur 12. Alexis Sanchez (Arsenal til Manchester United) – 32,4 milljónir punda munur 13. Eden Hazard (Chelsea til Real Madrid) – 31,5 milljón punda munur 13. Michael Ballack (Bayern München til Chelsea) – 31,5 milljón punda munur 13. Hakan Calhanoglu (AC Milan til Inter Milan) – 31,5 milljón punda munur 13. Niklas Sule (Bayern til Dortmund) – 31,5 milljón punda munur
Leikmenn milli liða á mestum afslæti miðað við tölur Transfermarkt: 1. Erling Haaland (Borussia Dortmund til Man. City) – 81 milljón punda munur 2. Lionel Messi (Barcelona til Paris Saint-Germain) – 72 milljónir punda munur 3. Christian Eriksen (Tottenham Hotspur til Inter) – 56,7 milljónir punda munur 4. Gianluigi Donnarumma (AC Milan til PSG) – 54 milljónir punda munur 5. David Alaba (Bayern München til Real Madrid) – 49,5 milljónir punda munur 6. Robert Lewandowski (Dortmund til Bayern) – 45,0 milljónir punda munur 7. Memphis Depay (Lyon til Barcelona) – 40,5 milljónir punda munur 8. Nabil Fekir (Lyon til Real Betis) – 36,23 milljónir punda munur 9. Leon Goretzka (Schalke til Bayern München) – 36 milljónir punda munur 9. Stefan de Vrij (Lazio til Inter Milan) – 36 milljónir punda munur 9. Aaron Ramsey (Arsenal til Juventus) – 36 milljónir punda munur 12. Alexis Sanchez (Arsenal til Manchester United) – 32,4 milljónir punda munur 13. Eden Hazard (Chelsea til Real Madrid) – 31,5 milljón punda munur 13. Michael Ballack (Bayern München til Chelsea) – 31,5 milljón punda munur 13. Hakan Calhanoglu (AC Milan til Inter Milan) – 31,5 milljón punda munur 13. Niklas Sule (Bayern til Dortmund) – 31,5 milljón punda munur
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira