Nær engar líkur á að City og Liverpool spili hreinan úrslitaleik um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Pep Guardiola grínaðist með Trent Alexander-Arnold í síðasta leik Manchester City og Liverpool. Getty/Michael Regan Það virðist ekkert lið ráða við særða Manchester City menn því eftir klúðrið í Meistaradeildinni á dögunum þá rúllar liðið nú upp hverju liðinu á fætur öðru í ensku úrvalsdeildinni. City hefur fyrir vikið ekki aðeins náð þriggja stiga forskoti á Liverpool á toppnum heldur hefur liðið nú einnig stórbætt markatölu sína og er komið með gott forskot þar líka. City hefur unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 10-1 en á sama tíma hefur Liverpool gert jafntefli og rétt marið 2-1 sigur á Aston Villa. Fyrir leikinn í gærkvöldi, þar sem Manchester City vann 5-1 útisigur á Úlfunum, þá voru einhverjir enn að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City og Liverpool myndu spila aukaleik um Englandsmeistaratitilinn, hreinan úrslitaleik eftir að öll lið höfðu klárað sína leiki. Það var nefnilega ekkert svo rosalega fjarlægður möguleiki eða þar til að City tók fjögurra marka stökk í markatölunni í gærkvöldi. The nightmare scenario that could see Man City face Liverpool FC in play-off for Premier League title #mcfc https://t.co/EiX0SiH5xF— Manchester City News (@ManCityMEN) May 10, 2022 Ef Manchester City og Liverpool enda alveg jöfn, með sama stigafjölda og sömu markatölu, þá þarf að fara fram sérstakur aukaleikur um Englandsmeistaratitilinn því báðir innbyrðis leikir liðanna í vetur enduðu með 2-2 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hefði Liverpool því þurft að vinna upp þriggja marka forskot í markatölu en nú munar sjö mörkum á markatölu liðanna. Með þessum sigri City í gær þá er möguleikinn á hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn nánast úr sögunni. Fyrir stórsigurinn á Molineux í Wolverhampton þá var markatala City 89-21 en markatala Liverpool 89-24. Það voru því möguleikar á að hún endaði nákvæmlega jöfn. Nú er City aftur á móti komið með markatöluna 94-22 eða plús 72 mörk á meðan Liverpool er aðeins með plús 65 mörk. Fyrir umferðina í vikunni hefði tveggja marka sigur Liverpool og tveggja marka tap City verið nóg til að liðin enduðu alveg jöfn en nú þarf miklu meira til. Í fyrsta lagi þarf sjóðheitt lið City að fara tapa stigum hvað þá að fara að tapa leikjum. Þetta stóra stökk í markatölu þýðir líka að City þarf eiginlega að tapa stigum í báðum síðustu leikjum sínum svo að Liverpool eigi möguleika á því að komast upp fyrir Pep Guardiola og lærisveina hans. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
City hefur fyrir vikið ekki aðeins náð þriggja stiga forskoti á Liverpool á toppnum heldur hefur liðið nú einnig stórbætt markatölu sína og er komið með gott forskot þar líka. City hefur unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 10-1 en á sama tíma hefur Liverpool gert jafntefli og rétt marið 2-1 sigur á Aston Villa. Fyrir leikinn í gærkvöldi, þar sem Manchester City vann 5-1 útisigur á Úlfunum, þá voru einhverjir enn að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City og Liverpool myndu spila aukaleik um Englandsmeistaratitilinn, hreinan úrslitaleik eftir að öll lið höfðu klárað sína leiki. Það var nefnilega ekkert svo rosalega fjarlægður möguleiki eða þar til að City tók fjögurra marka stökk í markatölunni í gærkvöldi. The nightmare scenario that could see Man City face Liverpool FC in play-off for Premier League title #mcfc https://t.co/EiX0SiH5xF— Manchester City News (@ManCityMEN) May 10, 2022 Ef Manchester City og Liverpool enda alveg jöfn, með sama stigafjölda og sömu markatölu, þá þarf að fara fram sérstakur aukaleikur um Englandsmeistaratitilinn því báðir innbyrðis leikir liðanna í vetur enduðu með 2-2 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hefði Liverpool því þurft að vinna upp þriggja marka forskot í markatölu en nú munar sjö mörkum á markatölu liðanna. Með þessum sigri City í gær þá er möguleikinn á hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn nánast úr sögunni. Fyrir stórsigurinn á Molineux í Wolverhampton þá var markatala City 89-21 en markatala Liverpool 89-24. Það voru því möguleikar á að hún endaði nákvæmlega jöfn. Nú er City aftur á móti komið með markatöluna 94-22 eða plús 72 mörk á meðan Liverpool er aðeins með plús 65 mörk. Fyrir umferðina í vikunni hefði tveggja marka sigur Liverpool og tveggja marka tap City verið nóg til að liðin enduðu alveg jöfn en nú þarf miklu meira til. Í fyrsta lagi þarf sjóðheitt lið City að fara tapa stigum hvað þá að fara að tapa leikjum. Þetta stóra stökk í markatölu þýðir líka að City þarf eiginlega að tapa stigum í báðum síðustu leikjum sínum svo að Liverpool eigi möguleika á því að komast upp fyrir Pep Guardiola og lærisveina hans.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira