Nær engar líkur á að City og Liverpool spili hreinan úrslitaleik um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Pep Guardiola grínaðist með Trent Alexander-Arnold í síðasta leik Manchester City og Liverpool. Getty/Michael Regan Það virðist ekkert lið ráða við særða Manchester City menn því eftir klúðrið í Meistaradeildinni á dögunum þá rúllar liðið nú upp hverju liðinu á fætur öðru í ensku úrvalsdeildinni. City hefur fyrir vikið ekki aðeins náð þriggja stiga forskoti á Liverpool á toppnum heldur hefur liðið nú einnig stórbætt markatölu sína og er komið með gott forskot þar líka. City hefur unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 10-1 en á sama tíma hefur Liverpool gert jafntefli og rétt marið 2-1 sigur á Aston Villa. Fyrir leikinn í gærkvöldi, þar sem Manchester City vann 5-1 útisigur á Úlfunum, þá voru einhverjir enn að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City og Liverpool myndu spila aukaleik um Englandsmeistaratitilinn, hreinan úrslitaleik eftir að öll lið höfðu klárað sína leiki. Það var nefnilega ekkert svo rosalega fjarlægður möguleiki eða þar til að City tók fjögurra marka stökk í markatölunni í gærkvöldi. The nightmare scenario that could see Man City face Liverpool FC in play-off for Premier League title #mcfc https://t.co/EiX0SiH5xF— Manchester City News (@ManCityMEN) May 10, 2022 Ef Manchester City og Liverpool enda alveg jöfn, með sama stigafjölda og sömu markatölu, þá þarf að fara fram sérstakur aukaleikur um Englandsmeistaratitilinn því báðir innbyrðis leikir liðanna í vetur enduðu með 2-2 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hefði Liverpool því þurft að vinna upp þriggja marka forskot í markatölu en nú munar sjö mörkum á markatölu liðanna. Með þessum sigri City í gær þá er möguleikinn á hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn nánast úr sögunni. Fyrir stórsigurinn á Molineux í Wolverhampton þá var markatala City 89-21 en markatala Liverpool 89-24. Það voru því möguleikar á að hún endaði nákvæmlega jöfn. Nú er City aftur á móti komið með markatöluna 94-22 eða plús 72 mörk á meðan Liverpool er aðeins með plús 65 mörk. Fyrir umferðina í vikunni hefði tveggja marka sigur Liverpool og tveggja marka tap City verið nóg til að liðin enduðu alveg jöfn en nú þarf miklu meira til. Í fyrsta lagi þarf sjóðheitt lið City að fara tapa stigum hvað þá að fara að tapa leikjum. Þetta stóra stökk í markatölu þýðir líka að City þarf eiginlega að tapa stigum í báðum síðustu leikjum sínum svo að Liverpool eigi möguleika á því að komast upp fyrir Pep Guardiola og lærisveina hans. Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
City hefur fyrir vikið ekki aðeins náð þriggja stiga forskoti á Liverpool á toppnum heldur hefur liðið nú einnig stórbætt markatölu sína og er komið með gott forskot þar líka. City hefur unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 10-1 en á sama tíma hefur Liverpool gert jafntefli og rétt marið 2-1 sigur á Aston Villa. Fyrir leikinn í gærkvöldi, þar sem Manchester City vann 5-1 útisigur á Úlfunum, þá voru einhverjir enn að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City og Liverpool myndu spila aukaleik um Englandsmeistaratitilinn, hreinan úrslitaleik eftir að öll lið höfðu klárað sína leiki. Það var nefnilega ekkert svo rosalega fjarlægður möguleiki eða þar til að City tók fjögurra marka stökk í markatölunni í gærkvöldi. The nightmare scenario that could see Man City face Liverpool FC in play-off for Premier League title #mcfc https://t.co/EiX0SiH5xF— Manchester City News (@ManCityMEN) May 10, 2022 Ef Manchester City og Liverpool enda alveg jöfn, með sama stigafjölda og sömu markatölu, þá þarf að fara fram sérstakur aukaleikur um Englandsmeistaratitilinn því báðir innbyrðis leikir liðanna í vetur enduðu með 2-2 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hefði Liverpool því þurft að vinna upp þriggja marka forskot í markatölu en nú munar sjö mörkum á markatölu liðanna. Með þessum sigri City í gær þá er möguleikinn á hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn nánast úr sögunni. Fyrir stórsigurinn á Molineux í Wolverhampton þá var markatala City 89-21 en markatala Liverpool 89-24. Það voru því möguleikar á að hún endaði nákvæmlega jöfn. Nú er City aftur á móti komið með markatöluna 94-22 eða plús 72 mörk á meðan Liverpool er aðeins með plús 65 mörk. Fyrir umferðina í vikunni hefði tveggja marka sigur Liverpool og tveggja marka tap City verið nóg til að liðin enduðu alveg jöfn en nú þarf miklu meira til. Í fyrsta lagi þarf sjóðheitt lið City að fara tapa stigum hvað þá að fara að tapa leikjum. Þetta stóra stökk í markatölu þýðir líka að City þarf eiginlega að tapa stigum í báðum síðustu leikjum sínum svo að Liverpool eigi möguleika á því að komast upp fyrir Pep Guardiola og lærisveina hans.
Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira