Íslenska karlalandsliðið spilar við slakasta landslið heims í stað Rússa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 10:34 Bræðurnir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen fagna marki sem þeir bjuggu til saman í leik með íslenska landsliðinu. AP/Brynjar Gunnarsson Knattspyrnusamband Íslands hefur fundið vináttulandsleik fyrir karlalandsliðið sem kemur í stað leiksins á móti Rússum í Þjóðadeildinni. KSÍ staðfestir á heimasíðu sinni í dag að A landslið karla muni leika vináttuleik gegn San Marínó þann 9. júní næstkomandi og fer leikurinn fram á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram 10. júní, en eins og fram hefur komið þá hefur UEFA ákveðið að engir leikir Rússlands í keppninni fari fram. Jafnframt hefur UEFA ákveðið að lið Rússa muni falla í C-deild Þjóðadeildarinnar þannig að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum (Ísland, Ísrael, Albanía) getur fallið. Íslenska liðið leikur því þrjá leiki í Þjóðadeildinni í júní, auk vináttuleiksins við San Marínó. Fyrsti Þjóðadeildarleikurinn er gegn Ísrael ytra 2. júní, annar leikurinn er gegn Albaníu á Laugardalsvelli 6. júní og sá þriðji gegn Ísrael í Laugardalnum 13. júní. Miðasala á heimaleikina tvo mun opna fljótlega. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. Íslenska liðið hefur mætt Albaníu sjö sinnum og Ísrael þrisvar sinnum. San Marínó er eins og er í 211. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því slakasta landslið heims. Næst á undan San Marínó eru landslið Angvilla og Bresku Jómfrúaeyja í Karíbahafi. Íslenska landsliðið er sem stendur í 63. sæti heimslistans. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. https://t.co/Qx6vLei1Rk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 11, 2022 Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
KSÍ staðfestir á heimasíðu sinni í dag að A landslið karla muni leika vináttuleik gegn San Marínó þann 9. júní næstkomandi og fer leikurinn fram á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Leikur San Marínó og Íslands kemur í stað leiks íslenska liðsins við Rússland í B-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fara átti fram 10. júní, en eins og fram hefur komið þá hefur UEFA ákveðið að engir leikir Rússlands í keppninni fari fram. Jafnframt hefur UEFA ákveðið að lið Rússa muni falla í C-deild Þjóðadeildarinnar þannig að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum (Ísland, Ísrael, Albanía) getur fallið. Íslenska liðið leikur því þrjá leiki í Þjóðadeildinni í júní, auk vináttuleiksins við San Marínó. Fyrsti Þjóðadeildarleikurinn er gegn Ísrael ytra 2. júní, annar leikurinn er gegn Albaníu á Laugardalsvelli 6. júní og sá þriðji gegn Ísrael í Laugardalnum 13. júní. Miðasala á heimaleikina tvo mun opna fljótlega. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. Íslenska liðið hefur mætt Albaníu sjö sinnum og Ísrael þrisvar sinnum. San Marínó er eins og er í 211. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því slakasta landslið heims. Næst á undan San Marínó eru landslið Angvilla og Bresku Jómfrúaeyja í Karíbahafi. Íslenska landsliðið er sem stendur í 63. sæti heimslistans. Ísland og San Marínó hafa ekki mæst áður í A landsliðum karla. https://t.co/Qx6vLei1Rk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 11, 2022
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira