Oddvitáskorunin: Syndir, skýtur og semur ljóð Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2022 15:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hrafndís Bára Einarsdóttir leiðir lista Pírata á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Hrafndís Bára og er Einarsdóttir. Fædd og uppalin í afdölum lengst utan við mannabústaði, sem afsakar allar mínar kenjar og kúnstir. Dritaði sjálf frá mér þremur þokkalegum börnum, tók tvö upp í og stal einu. Kalla mig því í dag sex barna móður. Ég safna að mér ómikilsvirtum diplómagráðum og titlast í dag leikkona og viðburðastjóri. Er hæfilega fær í hvorugu. Ég trúi því einlæglega að heiminum yrði best borgið ef Auður Haralds væri heimsforseti og súrar lappir væru seldar í lúgujoppum. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er vonlaust að svara þessari spurningu. Ég ferðast mikið um landið og það er svo fjölbreytt og fallegt. Ekki bara náttúran heldur þau ólíku samfélagsmynstur sem þrífast við misjafnar aðstæður. Hér á Akureyri finnst mér Sílabásinn fallegastur. Hrafnkelsdalurinn, mín heimasveit er engri lík. Þá er ég nýbúin að skreppa til Grímseyjar og þar er eitthvað svo ótrúlega mögnuð náttúra og fólkið sem þar býr. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Umferðarljósin eru stórundarleg hér á Akureyri Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég hef mörg áhugamál sem sumum gæti þótt undarleg. Miðað við miðaldra konu með sæmilegan belg. Ég hef gaman af sjósundi og böðum í allskonar ám, vötnum og við fossa. Ég er líka skotveiðiáhugamanneskja. Ég er krossgátunörd og áhugamanneskja um kindur. Þá hef ég gaman af ljóða- og vísnagerð. Alla daga best að byrja brýna raust og tuða vel. Þrætur góðar kann að kyrja, kjaftur hæfir minni skel. Hafi ekkert áorkast undrum skal það sæta ef ekki dugir dágott kast daginn til að bæta. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þau eru svo mörg. Þessar elskur eru alltaf að stoppa mig. Ég hef nefnilega þann leiða löst að keyra of hratt. En ég svo sem man ekki til þess að þau hafi verið minnistæð. Nema fyrir veskið. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, ólívur, lauk og extra ost. Hvaða lag peppar þig mest? Dimma er pepp. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Einn beygðan í hring! Sem er núll. Göngutúr eða skokk? Bæði gaman. En ef við erum að tala um hluti sem ég get framkvæmt án þess að enda örend í vegkanti með blóðbragð í munni og neyðarlínuna á hraðvali þá er það göngutúr. Uppáhalds brandari? Ég er að eðlisfari ekki fyndin kona. Hvað er þitt draumafríi? Almáttugur minn. Er það til? Allskonar ferðalög er fjör. Gott stopp í sveitinni með bækur og krossgátublöð er best. Tjaldið mitt og krakkarnir er dásemd. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði árin höfðu sína kosti og galla en almáttugur hvað ég sakna þeirra ekki. Það hefur ekkert með covid að gera. Uppáhalds tónlistarmaður? Það á að banna svona spurningar. Ég ætla samt að segja Svavar Knútur. Hann er svo mikið hjartagull. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Átti þetta ekki að vera eitthvað bara svona stutt og laggott? Ég hef gert svo ævintýralega marga og skrýtna hluti að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ég er frekar opin manneskja svo ég hef t.d. margoft hýst allskonar fólk heima hjá mér sem ég finn bara einhversstaðar. Fólki finnst það skrýtið. Ég hef gefið heimilislausum síðasta peninginn minn og flíkurnar utan af mér. Fólki finnst það skrýtið. Er ekki bara svolítið skrýtið hvað við höfum tapað mikið mennskunni? Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Mér finnst það liggja í augum uppi að Ólafur Darri leiki mig. Já eða Birna Péturs. Hey! Birna Péturs OG Óalfur Darri. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Síðasta veiðiferðin. Ég missi ennþá svefn yfir hrútnum sem var kýldur út í á. Áttu eftir að sakna Nágranna? Er ennþá verið að sýna Nágranna? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Vá ég veit það ekki. Heim í Hrafnkelsdal? Það eru svo margir staðir á landinu sem mig langar til að búa á. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera fámennir. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Út með jólaköttinn. Lag sem á miklu oftar við en margur vill viðurkenna. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Píratar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Hrafndís Bára Einarsdóttir leiðir lista Pírata á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Hrafndís Bára og er Einarsdóttir. Fædd og uppalin í afdölum lengst utan við mannabústaði, sem afsakar allar mínar kenjar og kúnstir. Dritaði sjálf frá mér þremur þokkalegum börnum, tók tvö upp í og stal einu. Kalla mig því í dag sex barna móður. Ég safna að mér ómikilsvirtum diplómagráðum og titlast í dag leikkona og viðburðastjóri. Er hæfilega fær í hvorugu. Ég trúi því einlæglega að heiminum yrði best borgið ef Auður Haralds væri heimsforseti og súrar lappir væru seldar í lúgujoppum. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er vonlaust að svara þessari spurningu. Ég ferðast mikið um landið og það er svo fjölbreytt og fallegt. Ekki bara náttúran heldur þau ólíku samfélagsmynstur sem þrífast við misjafnar aðstæður. Hér á Akureyri finnst mér Sílabásinn fallegastur. Hrafnkelsdalurinn, mín heimasveit er engri lík. Þá er ég nýbúin að skreppa til Grímseyjar og þar er eitthvað svo ótrúlega mögnuð náttúra og fólkið sem þar býr. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Umferðarljósin eru stórundarleg hér á Akureyri Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég hef mörg áhugamál sem sumum gæti þótt undarleg. Miðað við miðaldra konu með sæmilegan belg. Ég hef gaman af sjósundi og böðum í allskonar ám, vötnum og við fossa. Ég er líka skotveiðiáhugamanneskja. Ég er krossgátunörd og áhugamanneskja um kindur. Þá hef ég gaman af ljóða- og vísnagerð. Alla daga best að byrja brýna raust og tuða vel. Þrætur góðar kann að kyrja, kjaftur hæfir minni skel. Hafi ekkert áorkast undrum skal það sæta ef ekki dugir dágott kast daginn til að bæta. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þau eru svo mörg. Þessar elskur eru alltaf að stoppa mig. Ég hef nefnilega þann leiða löst að keyra of hratt. En ég svo sem man ekki til þess að þau hafi verið minnistæð. Nema fyrir veskið. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, ólívur, lauk og extra ost. Hvaða lag peppar þig mest? Dimma er pepp. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Einn beygðan í hring! Sem er núll. Göngutúr eða skokk? Bæði gaman. En ef við erum að tala um hluti sem ég get framkvæmt án þess að enda örend í vegkanti með blóðbragð í munni og neyðarlínuna á hraðvali þá er það göngutúr. Uppáhalds brandari? Ég er að eðlisfari ekki fyndin kona. Hvað er þitt draumafríi? Almáttugur minn. Er það til? Allskonar ferðalög er fjör. Gott stopp í sveitinni með bækur og krossgátublöð er best. Tjaldið mitt og krakkarnir er dásemd. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði árin höfðu sína kosti og galla en almáttugur hvað ég sakna þeirra ekki. Það hefur ekkert með covid að gera. Uppáhalds tónlistarmaður? Það á að banna svona spurningar. Ég ætla samt að segja Svavar Knútur. Hann er svo mikið hjartagull. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Átti þetta ekki að vera eitthvað bara svona stutt og laggott? Ég hef gert svo ævintýralega marga og skrýtna hluti að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ég er frekar opin manneskja svo ég hef t.d. margoft hýst allskonar fólk heima hjá mér sem ég finn bara einhversstaðar. Fólki finnst það skrýtið. Ég hef gefið heimilislausum síðasta peninginn minn og flíkurnar utan af mér. Fólki finnst það skrýtið. Er ekki bara svolítið skrýtið hvað við höfum tapað mikið mennskunni? Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Mér finnst það liggja í augum uppi að Ólafur Darri leiki mig. Já eða Birna Péturs. Hey! Birna Péturs OG Óalfur Darri. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Síðasta veiðiferðin. Ég missi ennþá svefn yfir hrútnum sem var kýldur út í á. Áttu eftir að sakna Nágranna? Er ennþá verið að sýna Nágranna? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Vá ég veit það ekki. Heim í Hrafnkelsdal? Það eru svo margir staðir á landinu sem mig langar til að búa á. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera fámennir. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Út með jólaköttinn. Lag sem á miklu oftar við en margur vill viðurkenna.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Píratar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira