Bestu mörkin ræddu samsæriskenningu Nik Þróttara um Ása dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 10:31 Nik Anthony Chamberlain var ósáttur með jöfnunarmark Selfoss á móti Þrótti. Vísir/Vilhelm Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, er ekki sáttur með dómarann Ásmund Þór Sveinsson sem hann sakar um að stunda það að gera mistök gegn hans liði. Bestu mörkin ræddu þessi nýjustu „mistök“ Ása dómara. Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira