Oddvitaáskorunin: Hélt hann myndi deyja í selveiði í Fljótavík Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2022 09:00 Á göngu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jóhann Birgir Helgason leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhann Birkir Helgason, kallaður Bikki af því fólki sem ég ólst upp með en Jói af fólki sem ég vann með sem ungur drengur. Ég geng því undir þremur nöfnum og svara þeim öllum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði en flutti til Hnífsdals eftir nám og er því dalapúki. Ég er giftur Gabríelu Aðalbjörnsdóttur, hún starfar hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum á umboðsskrifstofu sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar. Saman eigum við þrjú börn og einn hund. Ég er menntaður byggingatæknifræðingur og starfa sem útibústjóri verkfræðistofunnar Verkís á Ísafirði sem mér finnst vera albesti vinnustaðurinn. Áður starfaði ég sem sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Ísafjarðarbæjar. Fjölskyldan. Ég á stóra fjölskyldu, er yngstur sex systkina, við erum fimm bræður og ein systir. Það hefur vafalaust oft verið erfitt hjá henni einni í þessum strákahópnum. Ég byrjaði tíu ára púki að vinna við smíðar hjá afa og bróðir mínum og vann við það öll sumur og lærði svo smíðar í Iðnskólanum á Ísafirði. Á 21 árs afmælinu mínu kynntist ég ástinni minni og hef búið með henni sl. 30 ár, fyrst í Reykjavík á námsárunum og svo í Hnífsdal. Ég varð fimmtíu ára síðasta sumar sem eru ákveðin tímamót og því var ágætt að taka nýtti áskorun og skella sér út í pólitík. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Til viðbótar við Hnífsdal mætti segja að ganga um Uxatindagljúfur, það er ótrúlega fallegt og gaman. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Gangstéttar sem ekki er hægt að fara um með hjólastóla og barnavagna. Hnífsdalur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hafa bílskúrinn hreinan. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var sektaður fyrir að aka ljóslaus, 17 ára gamall. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, sveppir, döðlur og rjómaostur. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli ég nefni ekki bara best of Pink Floyd eða bara Dark side of the moon með Pink Floyd í heilu lagi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Fyrir covid voru það 50, ætli þær séu ekki 30 í dag. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Þú ert ´d´rekinn. Hvað er þitt draumafríi? Gönguferð með konunni minni um Ítalíu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Sá íslenski er Þröstur Jóhannesson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Skrýtnast á sem ég hef gert er líklega þegar bróðir minn og vinur tóku mig með sér þegar ég var 16 ára að veiða úthafssel í Fljótavík. Ég var með svo flotta lausn að hafa kanó með í för til að sækja selinn út á sjó þegar búið væri að skjóta hann. Ég hélt að ég væri að kveðja þennan heim þá. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ætli það væri ekki bara hann Auddi (Auðunn Blöndal). Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Úff erfitt að velja en Forrest Gump vel ég, vegna boðskapar. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? 101 Reykjavík. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) You Should Be Dancing með Bee Gees. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Jóhann Birgir Helgason leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhann Birkir Helgason, kallaður Bikki af því fólki sem ég ólst upp með en Jói af fólki sem ég vann með sem ungur drengur. Ég geng því undir þremur nöfnum og svara þeim öllum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði en flutti til Hnífsdals eftir nám og er því dalapúki. Ég er giftur Gabríelu Aðalbjörnsdóttur, hún starfar hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum á umboðsskrifstofu sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar. Saman eigum við þrjú börn og einn hund. Ég er menntaður byggingatæknifræðingur og starfa sem útibústjóri verkfræðistofunnar Verkís á Ísafirði sem mér finnst vera albesti vinnustaðurinn. Áður starfaði ég sem sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Ísafjarðarbæjar. Fjölskyldan. Ég á stóra fjölskyldu, er yngstur sex systkina, við erum fimm bræður og ein systir. Það hefur vafalaust oft verið erfitt hjá henni einni í þessum strákahópnum. Ég byrjaði tíu ára púki að vinna við smíðar hjá afa og bróðir mínum og vann við það öll sumur og lærði svo smíðar í Iðnskólanum á Ísafirði. Á 21 árs afmælinu mínu kynntist ég ástinni minni og hef búið með henni sl. 30 ár, fyrst í Reykjavík á námsárunum og svo í Hnífsdal. Ég varð fimmtíu ára síðasta sumar sem eru ákveðin tímamót og því var ágætt að taka nýtti áskorun og skella sér út í pólitík. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Til viðbótar við Hnífsdal mætti segja að ganga um Uxatindagljúfur, það er ótrúlega fallegt og gaman. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Gangstéttar sem ekki er hægt að fara um með hjólastóla og barnavagna. Hnífsdalur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hafa bílskúrinn hreinan. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var sektaður fyrir að aka ljóslaus, 17 ára gamall. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, sveppir, döðlur og rjómaostur. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli ég nefni ekki bara best of Pink Floyd eða bara Dark side of the moon með Pink Floyd í heilu lagi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Fyrir covid voru það 50, ætli þær séu ekki 30 í dag. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Þú ert ´d´rekinn. Hvað er þitt draumafríi? Gönguferð með konunni minni um Ítalíu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Sá íslenski er Þröstur Jóhannesson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Skrýtnast á sem ég hef gert er líklega þegar bróðir minn og vinur tóku mig með sér þegar ég var 16 ára að veiða úthafssel í Fljótavík. Ég var með svo flotta lausn að hafa kanó með í för til að sækja selinn út á sjó þegar búið væri að skjóta hann. Ég hélt að ég væri að kveðja þennan heim þá. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ætli það væri ekki bara hann Auddi (Auðunn Blöndal). Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Úff erfitt að velja en Forrest Gump vel ég, vegna boðskapar. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? 101 Reykjavík. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) You Should Be Dancing með Bee Gees.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira