Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-0 | Blikar aftur á beinu brautina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 22:30 Karitas Tómasdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki unnu Stjörnuna í grannaslag í kvöld. vísir/vilhelm Breiðablik vann öruggan sigur á Stjörnunni, 3-0, þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var mikilvægur fyrir Blika eftir óvænt tap í Keflavík í síðustu umferð. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Stjörnukvenna í sumar. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og eftir fyrsta markið var lítill vafi á því hvoru megin sigurinn myndi enda. Melina Ayres kom Breiðabliki yfir fjórum mínútum fyrir hálfleik og Birta Georgsdóttir skoraði annað mark heimakvenna á 51. mínútu eftir frábæran einleik. Ayers gerði svo annað mark sitt og þriðja mark Breiðabliks úr vítaspyrnu á 64. mínútu. Þótt Stjörnuliðið sé gott og hafi líklegra ekki verið betra í nokkur ár stendur það Breiðabliki enn talsvert að baki, allavega miðað við þennan leik. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var mikilvægasti leikmaður fyrri hálfleiks. Blikar sóttu meira upp hægri kantinn og Ásta fékk mikið pláss. Hún kom sér ítrekað í góðar stöður og fyrirgjafirnar urðu betri eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar ekki eftir fyrirgjöf Ástu heldur góða vinstri fótar sendingu hennar inn á vítateiginn. Hildur Antonsdóttir framlengdi boltann skemmtilega á Ayers sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Markið lá í loftinu en Blikar voru miklu sterkari síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleiks. Hildur var reyndar hársbreidd frá því að skora strax á 2. mínútu en skaut í stöngina. Alma Mathiesen fékk hættulegasta færi Stjörnunnar í fyrri hálfleik á 20. mínútu en Telma Ívarsdóttir var snögg út á móti henni og varði. Mínútu seinna fékk Ayres algjört dauðafæri en hitti ekki markið. Eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið kom betri taktur í spil Blika og sóknarleikur þeirra varð markvissari. Sóknirnar fóru flestar fram hægri kantinn og það var engin tilviljun að uppspretta marksins væri þaðan. Á 48. mínútu komst Jasmín Erla Ingadóttir í gott færi en Telma var fljót út á móti og varði, ekki ósvipað og hún gerði í fyrri hálfleik. Þremur mínútum síðar jók Birta muninn í 2-0 með glæsilegu marki. Hún fékk þá boltann hægra megin í vítateignum eftir innkast Ástu, sneri tvisvar skemmtilega með boltann og þrumaði honum svo í fjærhornið. Hafi lítill vafi verið Blikasigri eftir fyrsta markið var honum svo gott sem eytt eftir annað markið. Ayres skoraði síðan þriðja mark Breiðabliks á 64. mínútu. Chante Sandiford, markvörður Stjörnunnar, tapaði þá boltanum út við hornfána, hann barst á Hildi sem átti skot í hönd Málfríðar Ernu Sigurðardóttur sem átti erfitt uppdráttar í kvöld. Gunnar Friðrik Hrafnsson dæmdi vítaspyrnu sem Ayres skoraði af öryggi úr. Skömmu síðar bjargaði Natasha Anasi á línu eftir skot Katrínar Ásbjörnsdóttur. Eftir þetta gerðist fátt markvert enda úrslitin ráðin. Þá tóku fjölmargar skiptingar allan takt úr leiknum. Honum lyktaði með 3-0 sigri Breiðabliks sem er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. Stjarnan er í 6. sætinu með fjögur stig. Ásmundur: Ásta er dugleg að fara fram og finna svæðin og tímasetningar Ásmundur Arnarsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Kristófer Sigurgeirssyni.vísir/Hulda Margrét Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var einkar sáttur með hvernig hans lið svaraði tapinu fyrir Keflavík í síðustu umferð. „Heldur betur. Þetta var akkúrat það sem við töluðum um og báðum um, að svara inni á vellinum. Úrslitin í síðasta leik voru högg fyrir okkur en frammistaðan var fín. Það var nauðsynlegt að svara í dag, gegn sterku liði Stjörnunnar. Það var frábært hjá stelpunum að klára þetta 3-0 á heimavelli,“ sagði Ásmundur eftir leik. Flestar sóknir Blika í fyrri hálfleik fóru upp hægri kantinn þar sem fyrirliðinn, Ásta Eir Árnadóttir, var mjög áberandi. „Svæðin voru kannski þarna. Ásta er dugleg að fara fram og finna svæðin og tímasetningar,“ sagði Ásmundur. Blikar leiddu 1-0 í hálfleik og í seinni hálfleik lék ekki mikill efi á því hvoru megin sigurinn myndi enda. „Við vissum að þetta yrði baráttuleikur og hann var það framan af. Eftir fyrsta markið var heilmikil barátta í þessu en eftir annað markið leið mér þokkalega vel með þetta,“ sagði Ásmundur. „Ég er hrikalega sáttur með að halda hreinu og skora þrjú mörk. Spilamennskan í fyrri hálfleik hefði alveg getað verið betri en ég er sáttur með hugarfarið, vinnusemina, baráttuna og úrslitin fyrst og fremst,“ sagði Ásmundur. Melina Ayres skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld en þetta voru fyrstu deildarmörk hennar fyrir Breiðablik. „Ég er virkilega ánægður. Með framherja er þetta alltaf spurning með sjálfstraustið. Það var gríðarlega mikilvægt að hún hafi náð inn marki. Og að hún hafi skorað tvö mörk í dag er frábært fyrir hana og okkur í framhaldinu,“ sagði Ásmundur að endingu. Kristján: Mjög hikandi í okkar leik Kristján Guðmundsson var langt frá því sáttur við það hik sem einkenndi leik Stjörnunnar á Kópavogsvelli í kvöld.vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fór ekkert í grafgötur með að hann var ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn Breiðabliki í kvöld. „Við vorum mjög hikandi í okkar leik, alveg frá byrjun. Við vorum langt frá þeim í vörninni og náðum aldrei setja pressu á þær neins staðar á vellinum. Það misheppnaðist algjörlega. Við náðum svo sem að halda þessu í þokkalegu jafnvægi en þegar við vorum með boltann vorum við að senda stanslaust fram fyrir leikmenn, aldrei í fætur og náðum aldrei að byggja upp sóknir,“ sagði Kristján í leikslok. Það var bara hik á okkur í því sem við vorum að gera. Og þegar við vorum í varnarleiknum var eiginlega bara fum og fát. Ég held þær hafi alveg svitnað en þær spiluðu mjög vel á okkur. Við vorum alls ekki á okkar degi.“ Kristján hefði viljað sjá betri blöndu af áræðni og öryggi hjá sínu liði í leiknum. „Það vantaði þessa ró í varnarleikinn, bara að verjast og sparka boltanum í burtu þegar þess þurfti og halda honum þegar það þurfti að hlaupa með hann út úr teignum. Svo líka ró í uppspilinu. Hún var ekki fyrir hendi,“ sagði Kristján. „Svo voru ýmsir litlir hlutir sem við vorum búin að undirbúa en framkvæmdum ekki. Maður sá að þegar ákveðnir punktar eins og föst leikatriði eru ekki útfærð á þann hátt sem við vorum búin að undirbúa sér maður að liðið er ekki að virka.“ Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Kristján segir það viðunandi en vill sjá betri frammistöðu í næsta leik. „Hálft mótið er eiginlega bara núna í einum spretti en þetta er allt í lagi. Ég hefði viljað fá betri frammistöðu í dag en við verðum að rétta okkur af all snarlega því það eru nóg af leikjum. Og ég geri ráð fyrir að liðið geri það því það býr miklu meira í því en við sýndum núna,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan
Breiðablik vann öruggan sigur á Stjörnunni, 3-0, þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var mikilvægur fyrir Blika eftir óvænt tap í Keflavík í síðustu umferð. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Stjörnukvenna í sumar. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og eftir fyrsta markið var lítill vafi á því hvoru megin sigurinn myndi enda. Melina Ayres kom Breiðabliki yfir fjórum mínútum fyrir hálfleik og Birta Georgsdóttir skoraði annað mark heimakvenna á 51. mínútu eftir frábæran einleik. Ayers gerði svo annað mark sitt og þriðja mark Breiðabliks úr vítaspyrnu á 64. mínútu. Þótt Stjörnuliðið sé gott og hafi líklegra ekki verið betra í nokkur ár stendur það Breiðabliki enn talsvert að baki, allavega miðað við þennan leik. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var mikilvægasti leikmaður fyrri hálfleiks. Blikar sóttu meira upp hægri kantinn og Ásta fékk mikið pláss. Hún kom sér ítrekað í góðar stöður og fyrirgjafirnar urðu betri eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar ekki eftir fyrirgjöf Ástu heldur góða vinstri fótar sendingu hennar inn á vítateiginn. Hildur Antonsdóttir framlengdi boltann skemmtilega á Ayers sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Markið lá í loftinu en Blikar voru miklu sterkari síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleiks. Hildur var reyndar hársbreidd frá því að skora strax á 2. mínútu en skaut í stöngina. Alma Mathiesen fékk hættulegasta færi Stjörnunnar í fyrri hálfleik á 20. mínútu en Telma Ívarsdóttir var snögg út á móti henni og varði. Mínútu seinna fékk Ayres algjört dauðafæri en hitti ekki markið. Eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið kom betri taktur í spil Blika og sóknarleikur þeirra varð markvissari. Sóknirnar fóru flestar fram hægri kantinn og það var engin tilviljun að uppspretta marksins væri þaðan. Á 48. mínútu komst Jasmín Erla Ingadóttir í gott færi en Telma var fljót út á móti og varði, ekki ósvipað og hún gerði í fyrri hálfleik. Þremur mínútum síðar jók Birta muninn í 2-0 með glæsilegu marki. Hún fékk þá boltann hægra megin í vítateignum eftir innkast Ástu, sneri tvisvar skemmtilega með boltann og þrumaði honum svo í fjærhornið. Hafi lítill vafi verið Blikasigri eftir fyrsta markið var honum svo gott sem eytt eftir annað markið. Ayres skoraði síðan þriðja mark Breiðabliks á 64. mínútu. Chante Sandiford, markvörður Stjörnunnar, tapaði þá boltanum út við hornfána, hann barst á Hildi sem átti skot í hönd Málfríðar Ernu Sigurðardóttur sem átti erfitt uppdráttar í kvöld. Gunnar Friðrik Hrafnsson dæmdi vítaspyrnu sem Ayres skoraði af öryggi úr. Skömmu síðar bjargaði Natasha Anasi á línu eftir skot Katrínar Ásbjörnsdóttur. Eftir þetta gerðist fátt markvert enda úrslitin ráðin. Þá tóku fjölmargar skiptingar allan takt úr leiknum. Honum lyktaði með 3-0 sigri Breiðabliks sem er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. Stjarnan er í 6. sætinu með fjögur stig. Ásmundur: Ásta er dugleg að fara fram og finna svæðin og tímasetningar Ásmundur Arnarsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Kristófer Sigurgeirssyni.vísir/Hulda Margrét Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var einkar sáttur með hvernig hans lið svaraði tapinu fyrir Keflavík í síðustu umferð. „Heldur betur. Þetta var akkúrat það sem við töluðum um og báðum um, að svara inni á vellinum. Úrslitin í síðasta leik voru högg fyrir okkur en frammistaðan var fín. Það var nauðsynlegt að svara í dag, gegn sterku liði Stjörnunnar. Það var frábært hjá stelpunum að klára þetta 3-0 á heimavelli,“ sagði Ásmundur eftir leik. Flestar sóknir Blika í fyrri hálfleik fóru upp hægri kantinn þar sem fyrirliðinn, Ásta Eir Árnadóttir, var mjög áberandi. „Svæðin voru kannski þarna. Ásta er dugleg að fara fram og finna svæðin og tímasetningar,“ sagði Ásmundur. Blikar leiddu 1-0 í hálfleik og í seinni hálfleik lék ekki mikill efi á því hvoru megin sigurinn myndi enda. „Við vissum að þetta yrði baráttuleikur og hann var það framan af. Eftir fyrsta markið var heilmikil barátta í þessu en eftir annað markið leið mér þokkalega vel með þetta,“ sagði Ásmundur. „Ég er hrikalega sáttur með að halda hreinu og skora þrjú mörk. Spilamennskan í fyrri hálfleik hefði alveg getað verið betri en ég er sáttur með hugarfarið, vinnusemina, baráttuna og úrslitin fyrst og fremst,“ sagði Ásmundur. Melina Ayres skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld en þetta voru fyrstu deildarmörk hennar fyrir Breiðablik. „Ég er virkilega ánægður. Með framherja er þetta alltaf spurning með sjálfstraustið. Það var gríðarlega mikilvægt að hún hafi náð inn marki. Og að hún hafi skorað tvö mörk í dag er frábært fyrir hana og okkur í framhaldinu,“ sagði Ásmundur að endingu. Kristján: Mjög hikandi í okkar leik Kristján Guðmundsson var langt frá því sáttur við það hik sem einkenndi leik Stjörnunnar á Kópavogsvelli í kvöld.vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fór ekkert í grafgötur með að hann var ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn Breiðabliki í kvöld. „Við vorum mjög hikandi í okkar leik, alveg frá byrjun. Við vorum langt frá þeim í vörninni og náðum aldrei setja pressu á þær neins staðar á vellinum. Það misheppnaðist algjörlega. Við náðum svo sem að halda þessu í þokkalegu jafnvægi en þegar við vorum með boltann vorum við að senda stanslaust fram fyrir leikmenn, aldrei í fætur og náðum aldrei að byggja upp sóknir,“ sagði Kristján í leikslok. Það var bara hik á okkur í því sem við vorum að gera. Og þegar við vorum í varnarleiknum var eiginlega bara fum og fát. Ég held þær hafi alveg svitnað en þær spiluðu mjög vel á okkur. Við vorum alls ekki á okkar degi.“ Kristján hefði viljað sjá betri blöndu af áræðni og öryggi hjá sínu liði í leiknum. „Það vantaði þessa ró í varnarleikinn, bara að verjast og sparka boltanum í burtu þegar þess þurfti og halda honum þegar það þurfti að hlaupa með hann út úr teignum. Svo líka ró í uppspilinu. Hún var ekki fyrir hendi,“ sagði Kristján. „Svo voru ýmsir litlir hlutir sem við vorum búin að undirbúa en framkvæmdum ekki. Maður sá að þegar ákveðnir punktar eins og föst leikatriði eru ekki útfærð á þann hátt sem við vorum búin að undirbúa sér maður að liðið er ekki að virka.“ Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Kristján segir það viðunandi en vill sjá betri frammistöðu í næsta leik. „Hálft mótið er eiginlega bara núna í einum spretti en þetta er allt í lagi. Ég hefði viljað fá betri frammistöðu í dag en við verðum að rétta okkur af all snarlega því það eru nóg af leikjum. Og ég geri ráð fyrir að liðið geri það því það býr miklu meira í því en við sýndum núna,“ sagði Kristján að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti