Hver er framtíð án mín Arnar Hólm Einarsson skrifar 9. maí 2022 15:30 Við þekkjum öll samsetningu skólakerfa hér á landi. Lögð er áhersla á bóklegt nám sem hefur áhrif á hugmyndir okkar á hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum í ákveðinni fortíð. Fortíð sem leggur áherslu á að við séum einsleit. Einsleitni hefur lengi vel verið mantra samfélaga í uppbyggingu á ákveðinni félagslegri þróun. Í dag er sú hugmyndafræði þó sem betur fer að breytast. Breytingin felur í sér að við erum í raun að opna fyrir að fólk megi vera öðruvísi og samt sem áður teljast sem góður og gildur þegn í samfélaginu. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hefur haft þau áhrif að skólasamfélag nær ekki að halda í þær breytingar sem eiga sér stað. Slíkt er þó ekki ógerlegt. Garðabær þarf að vera meðvitað samfélag og fagna þeim breytingum sem eiga sér stað og viðhalda innviðum í takt við það. Ef slíkt er ekki gert tekur framþróun lengri tíma. Á sama tíma erum við að setja fólk sem ekki passar í þær staðalímyndir sem til staðar eru í dag til hliðar sem hafa jákvæð áhrif á það samfélag sem er að myndast. Við erum að setja framtíðina til hliðar. Meðvitund um að það sé ekki eitt rétt fyrirkomulag er hið eina rétta viðhorf. Því hvað vitum við, ekkert. Við erum bundin við stað, stund og tíma. Þegar skólasamfélag þróast ekki í takt við þessa hugsunarhætti er engin leið að sjá hvert samfélagið hefði getað orðið ef sú spornun hefði ekki verið til staðar. Sá hugsunarháttur sem Viðreisn tileinkar sér höfðaði til mín þar sem ég trúi því inn við beinið að við erum í raun öll að vinna að sama markmiði. Markmiðið er alltaf velsæld sem flestra, þannig vil ég forgangsraða fjármunum Garðabær. Samfélagið er það breytt í dag og kannski fyrir löngu síðan að ég sætti mig ekki lengur við að ekki sé til staðar úrræði sem grípa ungt fólk sem ekki passa í þær staðalímyndir samfélagsins í dag. Viðreisn í Garðabæ vill bæði innan skóla og utan taka utan um þá aðila sem ekki passa í staðalýmyndir samfélagsins sem við búum við í í dag. Ungmennahús í Garðabæ Ég kenni rafíþróttir en fyrir ekki svo löngu var litið á gláp á tölvuskjá sér til skemmtunar sem mein. “Farðu bara út og leiktu þér eins og venjulegir krakkar”. Þessir krakkar eru samt í dag venjulegir. Samfélagið er bara breytt. Hvernig ætlum við að koma til móts við þessi ungmenni. Viðreisn vill ungmennahús fyrir öll, þar sem einmitt er tekið á móti þessum einstaklingum líka. Tekið á móti framtíðinni, tekið á móti mér. Ég vil sjá aukna áherslu á tækni, tónlistarnám og aðrar tómstundariðju líkt og skátana. Við erum ekki öll gefin til þess að stunda þær hefðbundnu íþróttir sem hafa í gegnum tíðinna fengið leiðarljósið í samfélagslegri umræðu. Biðlistar hafa í gegnum árin farið hækkandi í tónlistarnámi en það hefur ekki verið spornað við því með innviðauppbyggingu og ungmennahús er ekki enn að finna í Garðabæ. Ég veit að börn okkar upplifi sig sem hluti samfélags þó þau passi ekki í staðlímyndir dagsins í dag. Garðabær þarf því að stíga það skref að byggja upp þá innviði sem þarf til að sinna þessum hluta samfélagsins sem hefur í dag stærri hlut í mótun samfélags en kannski gerði áður. Garðabær þarf að koma á fót ungmennahúsi. Ungmennahús byggt á fjölbreytileikanum og fyrir öll en ekki bara sum. Það er ekki svo langt síðan að ég gekk um með takkasíma og þótti það afar mikið framfaraskref fyrir heiminn allan að ég gæti spilað leik í slíkum síma. Við þekkjum ekki einu sinni alla þá leiki sem til eru í dag. Fyrir einhverjum árum síðan vissum við öll hvað Snake var. Sígild. Við verðum að vera meðvituð um það að það sem við teljum sígilt í dag er ekki það sama og samfélagið mun telja eftir 10 ár. Ég er meðvitaður um það og vill því að þessi ungmenni fái að njóta sín. Ég vill að framtíðin fái að njóta sín. Viðreisn í Garðabæ vill ungmennahús í Garðabæ fyrir alla en ekki einvörðungu þá iðju sem hefur fengið að njóta sín síðastliðinn áratug eða áratugi. Samfélagið er að breytast og við þurfum að vera opin fyrir breytingum og styðja framtíðina til framþróunnar. Höfundur er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll samsetningu skólakerfa hér á landi. Lögð er áhersla á bóklegt nám sem hefur áhrif á hugmyndir okkar á hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum í ákveðinni fortíð. Fortíð sem leggur áherslu á að við séum einsleit. Einsleitni hefur lengi vel verið mantra samfélaga í uppbyggingu á ákveðinni félagslegri þróun. Í dag er sú hugmyndafræði þó sem betur fer að breytast. Breytingin felur í sér að við erum í raun að opna fyrir að fólk megi vera öðruvísi og samt sem áður teljast sem góður og gildur þegn í samfélaginu. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hefur haft þau áhrif að skólasamfélag nær ekki að halda í þær breytingar sem eiga sér stað. Slíkt er þó ekki ógerlegt. Garðabær þarf að vera meðvitað samfélag og fagna þeim breytingum sem eiga sér stað og viðhalda innviðum í takt við það. Ef slíkt er ekki gert tekur framþróun lengri tíma. Á sama tíma erum við að setja fólk sem ekki passar í þær staðalímyndir sem til staðar eru í dag til hliðar sem hafa jákvæð áhrif á það samfélag sem er að myndast. Við erum að setja framtíðina til hliðar. Meðvitund um að það sé ekki eitt rétt fyrirkomulag er hið eina rétta viðhorf. Því hvað vitum við, ekkert. Við erum bundin við stað, stund og tíma. Þegar skólasamfélag þróast ekki í takt við þessa hugsunarhætti er engin leið að sjá hvert samfélagið hefði getað orðið ef sú spornun hefði ekki verið til staðar. Sá hugsunarháttur sem Viðreisn tileinkar sér höfðaði til mín þar sem ég trúi því inn við beinið að við erum í raun öll að vinna að sama markmiði. Markmiðið er alltaf velsæld sem flestra, þannig vil ég forgangsraða fjármunum Garðabær. Samfélagið er það breytt í dag og kannski fyrir löngu síðan að ég sætti mig ekki lengur við að ekki sé til staðar úrræði sem grípa ungt fólk sem ekki passa í þær staðalímyndir samfélagsins í dag. Viðreisn í Garðabæ vill bæði innan skóla og utan taka utan um þá aðila sem ekki passa í staðalýmyndir samfélagsins sem við búum við í í dag. Ungmennahús í Garðabæ Ég kenni rafíþróttir en fyrir ekki svo löngu var litið á gláp á tölvuskjá sér til skemmtunar sem mein. “Farðu bara út og leiktu þér eins og venjulegir krakkar”. Þessir krakkar eru samt í dag venjulegir. Samfélagið er bara breytt. Hvernig ætlum við að koma til móts við þessi ungmenni. Viðreisn vill ungmennahús fyrir öll, þar sem einmitt er tekið á móti þessum einstaklingum líka. Tekið á móti framtíðinni, tekið á móti mér. Ég vil sjá aukna áherslu á tækni, tónlistarnám og aðrar tómstundariðju líkt og skátana. Við erum ekki öll gefin til þess að stunda þær hefðbundnu íþróttir sem hafa í gegnum tíðinna fengið leiðarljósið í samfélagslegri umræðu. Biðlistar hafa í gegnum árin farið hækkandi í tónlistarnámi en það hefur ekki verið spornað við því með innviðauppbyggingu og ungmennahús er ekki enn að finna í Garðabæ. Ég veit að börn okkar upplifi sig sem hluti samfélags þó þau passi ekki í staðlímyndir dagsins í dag. Garðabær þarf því að stíga það skref að byggja upp þá innviði sem þarf til að sinna þessum hluta samfélagsins sem hefur í dag stærri hlut í mótun samfélags en kannski gerði áður. Garðabær þarf að koma á fót ungmennahúsi. Ungmennahús byggt á fjölbreytileikanum og fyrir öll en ekki bara sum. Það er ekki svo langt síðan að ég gekk um með takkasíma og þótti það afar mikið framfaraskref fyrir heiminn allan að ég gæti spilað leik í slíkum síma. Við þekkjum ekki einu sinni alla þá leiki sem til eru í dag. Fyrir einhverjum árum síðan vissum við öll hvað Snake var. Sígild. Við verðum að vera meðvituð um það að það sem við teljum sígilt í dag er ekki það sama og samfélagið mun telja eftir 10 ár. Ég er meðvitaður um það og vill því að þessi ungmenni fái að njóta sín. Ég vill að framtíðin fái að njóta sín. Viðreisn í Garðabæ vill ungmennahús í Garðabæ fyrir alla en ekki einvörðungu þá iðju sem hefur fengið að njóta sín síðastliðinn áratug eða áratugi. Samfélagið er að breytast og við þurfum að vera opin fyrir breytingum og styðja framtíðina til framþróunnar. Höfundur er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar