Íslensk tilfelli nýs undirafbrigðis teljandi á fingrum annarrar handar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. maí 2022 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nokkrir einstaklingar hafa greinst með BA5 undirafbrigði ómíkron hér á landi og svo virðist sem að það sé nokkuð útbreitt þar sem einstaklingarnir sem um ræðir tengjast ekki. Ekki liggur fyrir hvernig bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn afbrigðinu en sóttvarnalæknir kveðst ekki hafa miklar áhyggjur að svo stöddu. Viðbúið væri að ný afbrigði kæmu upp. Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00