Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 12:30 Sveíndís Jane Jónsdóttir varð Þýskalandsmeistari í fyrstu tilraun með Wolfsburg og fagnaði því vel. Alex Popp var áberandi í fagnaðarlátunum og gaf Svenju Huth bjórbað. Getty og Skjáskot/Wölfe TV Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí. Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50