Lífið

Kampavín, glamúr og glimmrandi stuð í opnunarteiti Reykjavík MakeUp School

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Förðunarfræðingarnir, hlaðvarps- og sjónvarpsstýrurnar Ingunn og Heiður geisluðu í opnunarhófi Reykjavík Makeup School á dögunum. 
Förðunarfræðingarnir, hlaðvarps- og sjónvarpsstýrurnar Ingunn og Heiður geisluðu í opnunarhófi Reykjavík Makeup School á dögunum.  Birgitta

Nýir eigendur Reykjavík Makeup Scool þær, Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Óska Eggertsdóttir kunna svo sannarlega að fagna og buðu í glæsilegt opnunarhóf á dögunum í nýju húsnæði skólans.

Stöllurnar hafa látið mikið til sína taka í förðunarheiminum undanfarin ár en meðfram förðunarstörfum hafa þær hafa vakið mikla athygli bæði fyrir hlaðvarpsþætti sína Hi beauty og vefþættina Snyrtiborðið á Vísi.

Ný förðunarlína í þróun 

Einnig segja þær nýja förðunarlínu í þróun sem væntanlega er síðar á árinu svo óhætt er að segja að nóg fyrir stafni hjá þeim Ingunni og Heiði. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá glæsilegu opnunarhófi þar sem greinilegt er að gestirnir skemmtu sér stórkostlega. 

Það var dansað, skálað, hlegið og notið á opnunarhófi Reykjavík MakeUp School. Aðsend
Stöllurnar Ingunn og Heiður geisluðu og skáluðu fyrir nýjum kafla. Birgitta
Glæsilegur hópur skálar fyrir nýjum skóla. Aðsend
Skólinn hefur fengið andilslyftingu eftir eigendaskiptin og voru gestirnir hæstánægðir með útkomuna. Birgitta
Vinkonur nutu sín í partýtjaldi kvöldsins. Aðsend
Skálað í kokteil og skellt í pósu. Birgitta
Það var margt um manninn og mikil gleði í opnunarhófi Reykjavík MakeUp School. Birgitta
Veitingarnar voru ekki af verri endanum. Birgitta
Gleði og glaumur.Elísabet Blöndal

Pósan upp á tíu hjá glæsilegum gestum kvöldsins. Aðsend
Partýtjald kvöldsins sló í gegn. Elísabet Blöndal
Það var mikil stemmning í partýtjaldinu. Aðsend
Skálað og fagnað með gestum. Aðsend
Það var greinilega mikið stuð þegar leið á kvöldið. Aðsend

Heiður, Andrea og Brynja Dan brostu sínu blíðasta. Aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.