Víkingar áttu að fá tvö augljós víti í gær: „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Víkingar áttu að fá tvö augljóst víti í Efra-Breiðholtinu í gær en varnarmenn Leiknis sluppu með skrekkinn hjá Þorvaldi Árnasyni dómara. S2 Sport Þorvaldur Árnason sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum í leik Leiknis og Víkings í Bestu deildinni í gærkvöldi og Víkingarnir þurftu svo sannarlega á þeim að halda í þessu markalausa jafntefli. Þorvaldur hefði líka getað dæmt þriðja vítið en það var ekki nærri því eins augljóst og hinar tvær. Stúkan fór yfir þessi brot sem Leiknismenn komust upp með í vítateignum sínum í gær. „Við skulum kíkja á þessar vítaspyrnur sem Víkingarnir vildu fá í leiknum. Strákar þetta er eins borðleggjandi og það getur orðið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Fyrst var farið yfir það þegar Víkingurinn Nikolaj Hansen er á undan í boltann og Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er of seinn og fer í hann. „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna. Við getum kallað hana það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær. Næst var skoðað þegar Daði Bærings Halldórsson, varnarmaður Leiknis, stígur ofan á ristina á Víkingnum Ara Sigurpálssyni. „Þetta er púra víti og þetta sést rosalega vel hérna. Hann stígur þarna bara á ristina á honum og þetta er klárt víti,“ sagði Reynir. Sérfræðingarnir voru ekki eins vissir um þriðju beiðni Víkinga um að fá víti. „Þetta er aðeins meira spurningamerki,“ sagði Þorkell Máni. „Mér finnst tvö klár. Þarna gerir hann tilkall til þess að fá víti og hann er vissulega á undan. Hann pikkar í boltann og fær sparkið aftan í sig,“ sagði Reynir. „Það hefði verið hægt að dæma víti og það hefði ekki verið hægt að segja mikið,“ sagði Þorkell Máni. Það má sjá þessi þrjú brot í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnurnar sem Víkingar áttu að fá á móti Leikni Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Þorvaldur hefði líka getað dæmt þriðja vítið en það var ekki nærri því eins augljóst og hinar tvær. Stúkan fór yfir þessi brot sem Leiknismenn komust upp með í vítateignum sínum í gær. „Við skulum kíkja á þessar vítaspyrnur sem Víkingarnir vildu fá í leiknum. Strákar þetta er eins borðleggjandi og það getur orðið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Fyrst var farið yfir það þegar Víkingurinn Nikolaj Hansen er á undan í boltann og Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, er of seinn og fer í hann. „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna. Við getum kallað hana það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er klárt. Þetta er púra víti. Þorvaldur er á fínum stað og það er alveg ótrúlegt að hann flauti ekki,“ sagði Reynir Leósson, hinn sérfræðingur Stúkunnar í gær. Næst var skoðað þegar Daði Bærings Halldórsson, varnarmaður Leiknis, stígur ofan á ristina á Víkingnum Ara Sigurpálssyni. „Þetta er púra víti og þetta sést rosalega vel hérna. Hann stígur þarna bara á ristina á honum og þetta er klárt víti,“ sagði Reynir. Sérfræðingarnir voru ekki eins vissir um þriðju beiðni Víkinga um að fá víti. „Þetta er aðeins meira spurningamerki,“ sagði Þorkell Máni. „Mér finnst tvö klár. Þarna gerir hann tilkall til þess að fá víti og hann er vissulega á undan. Hann pikkar í boltann og fær sparkið aftan í sig,“ sagði Reynir. „Það hefði verið hægt að dæma víti og það hefði ekki verið hægt að segja mikið,“ sagði Þorkell Máni. Það má sjá þessi þrjú brot í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnurnar sem Víkingar áttu að fá á móti Leikni
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira