Hélt að Anníe Mist væri að grínast þegar goðsögnin hafði samband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 08:30 Anníe Mist hefur komið CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það á jákvæðan hátt. Hér er hún með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur stundað það að koma CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það kemur vel fram í umfjöllun heimasíðu heimsleikanna um nýjasta ævintýri íslensku CrossFit drottningarinnar. Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér. CrossFit Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér.
CrossFit Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira