Hann var einn af níu hönnuðum sem tók þátt í tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun sem sýnd var á HönnunarMars með miklum eftirtektum.

Á svið stigu glæsilegir herramenn úr línu Halldórs í hönnun með sterkum innblæstri frá kúrekum og allir í kúreka stígvélum en deildi hann á Instagram síðu Listaháskólans þar sem hann deilir myndum sem veittu honum innblástur við gerð línunar.
Flestir þekkja lagið Rólegur Kúreki eftir Bríeti en það eru með rúmlega tvær og hálfa milljón hlustanir á Spotify, en sagan segir að hinn eini sanni kúreki sem hún syngur um sé Halldór.
Tilviljun eða ekki, þá er línan glæsileg er enginn vafi um að Halldór eigi bjartan feril framundan í nýju hlutverki sem fatahönnuður.


HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar.
Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.