Sóley Margrét setti Íslandsmet í bekkpressu og „single lift“ bekkpressu. Þá lyfti hún alls 280 kg í hnébeygju sem skilaði henni gullinu. Hér má sjá sigurlyftu Sóleyjar Margrétar.
Í bekkpressu nældi hún í brons þar sem hún lyfti 185 kg og í réttstöðulyftu fóru 210 kg á loft. Samanlagt er um að ræða 675 kg sem er nýtt glæsilegt Íslandsmet. Hildeborg Hugdal frá Noreg bar sigur úr bítum en hún lyfti 688 kg samanlagt og setti nýtt heimsmet í bekkpressu.
Árangurinn er einkar glæsilegur og þá sérstaklega fyrir þær sakir að Sóley Margrét á tvö ár eftir í unglingaflokki. Hennar næsta verkefni er World Games í júlí á þessu ári.
Þetta kemur fram á vef Kraftlyftingasambands Íslands.