Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar um deildina hafa sett í loftið nýjan þátt í sumar þar sem spáð er í spilin fyrir komandi leiki deildarinnar.
Þátturinn kemur inn á Vísi daginn fyrir hverja umferð.
Harpa Þorsteinsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir voru í settinu hjá Helenu og fóru yfir leiki 3.umferðar og má sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
