„Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2022 17:32 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er einn fjögurra sem munu flytja ræðu á mótmælafundi á Austurvelli á morgun. Vilhelm Gunnarsson Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir augljóst að ríkisstjórnin sé að reyna að þegja af sér Íslandsbankamálið en vill að stjórnarliðar hugsi um afleiðingarnar af slíku til lengri tíma sem hann segir að verði vafalaust dýpra vantraust til þingsins um ókomin ár. Fimmtu mótmælin vegna bankasölunnar eru fyrirhuguð á Austurvelli og á Ráðhústorgi á morgun. Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal og Bragi Páll Sigurðsson munu einnig flytja ræður á mótmælunum. Björn Leví er einnig á mælendaskrá mótmælafundarins. „Þetta er klassísk aðferð. Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið. Þau eru að bíða eftir því að það komi eitthvað annað í staðinn; að daglegt líf taki við á ný en alltaf þegar ég tala við fólk um þetta þá er því alltaf jafn mikið heitt í hamsi yfir þessu,“ segir Björn sem kveðst ekki sannfærður um að landsmenn gleymi málinu neitt bráðlega. Hann telur að það muni hafa miklar afleiðingar í för með sér af fjármálaráðherra stígur ekki til hliðar vegna málsins. Það muni leiða til djúpstæðs vantrausts til þingsins en einnig til slæmra áhrifa á lýðræðið. „Það verður dýpri óánægja. Fólk verður fyrr tilbúið til þess að draga slæmar ályktanir um mál sem kannski eru ekkert svo slæm en af það er einhver grunsamlegur flötur á þeim þá mun fólk draga verstu ályktanirnar. Þannig birtist vantraust okkur. Lítil mál blásast upp og verða að stórum málum af því að það minnir okkur á að það er ekki búið að gera upp stóru málin.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn hvetur almenning til að láta sig málið varða. „Það er hægt að mæta á mótmæli og það er hægt að tala um þetta mál. Það er líka hægt að kjósa einfaldlega ekki flokka sem styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda í sveitarstjórnarkosningum. Það er eina tungumálið sem þau skilja, það eru völd og atkvæði gefa þeim völd og ef þau missa atkvæði þá missa þau völd og þá vilja þau gera eitthvað í því.“ Björn Leví kveðst ekki treysta fjármálaráðherra sjálfum til að ákveða þann farveg sem rannsókn á Íslandsbankamálinu eigi að fara. Þá segist hann heldur ekki treysta honum til að birta niðurstöður rannsókna á réttum tíma með vísan til skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Hún var ekki birt fyrr en eftir kosningarnar 2016. „Þetta er sami fjármálaráðherra sem er einmitt að kalla á eftir þessu. Sporin hræða svo mikið. Þess vegna er eðlilegt að biðja um rannsóknarnefnd því reynsla okkar af vinnu rannsóknarnefnda hefur verið mjög góð og hefur skilað mjög góðri vinnu.“ Björn Leví vísar þarna til óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis sem stjórnarandstaðan hefur kallað eftir að verði sett á fót en ríkisstjórnin hefur ekki viljað verða við því. Björn telur að ástæðan fyrir því sé sú að ríkisstjórnin vilji hlífa fjármálaráðherra. „Þau ætla að reyna að komast hjá því í lengstu lög að láta reyna á lagalega ábyrgð hans í þessu og þau munu nýta allt sem þau geta til að tefja það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05 „Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10 „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Fimmtu mótmælin vegna bankasölunnar eru fyrirhuguð á Austurvelli og á Ráðhústorgi á morgun. Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal og Bragi Páll Sigurðsson munu einnig flytja ræður á mótmælunum. Björn Leví er einnig á mælendaskrá mótmælafundarins. „Þetta er klassísk aðferð. Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið. Þau eru að bíða eftir því að það komi eitthvað annað í staðinn; að daglegt líf taki við á ný en alltaf þegar ég tala við fólk um þetta þá er því alltaf jafn mikið heitt í hamsi yfir þessu,“ segir Björn sem kveðst ekki sannfærður um að landsmenn gleymi málinu neitt bráðlega. Hann telur að það muni hafa miklar afleiðingar í för með sér af fjármálaráðherra stígur ekki til hliðar vegna málsins. Það muni leiða til djúpstæðs vantrausts til þingsins en einnig til slæmra áhrifa á lýðræðið. „Það verður dýpri óánægja. Fólk verður fyrr tilbúið til þess að draga slæmar ályktanir um mál sem kannski eru ekkert svo slæm en af það er einhver grunsamlegur flötur á þeim þá mun fólk draga verstu ályktanirnar. Þannig birtist vantraust okkur. Lítil mál blásast upp og verða að stórum málum af því að það minnir okkur á að það er ekki búið að gera upp stóru málin.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn hvetur almenning til að láta sig málið varða. „Það er hægt að mæta á mótmæli og það er hægt að tala um þetta mál. Það er líka hægt að kjósa einfaldlega ekki flokka sem styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda í sveitarstjórnarkosningum. Það er eina tungumálið sem þau skilja, það eru völd og atkvæði gefa þeim völd og ef þau missa atkvæði þá missa þau völd og þá vilja þau gera eitthvað í því.“ Björn Leví kveðst ekki treysta fjármálaráðherra sjálfum til að ákveða þann farveg sem rannsókn á Íslandsbankamálinu eigi að fara. Þá segist hann heldur ekki treysta honum til að birta niðurstöður rannsókna á réttum tíma með vísan til skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Hún var ekki birt fyrr en eftir kosningarnar 2016. „Þetta er sami fjármálaráðherra sem er einmitt að kalla á eftir þessu. Sporin hræða svo mikið. Þess vegna er eðlilegt að biðja um rannsóknarnefnd því reynsla okkar af vinnu rannsóknarnefnda hefur verið mjög góð og hefur skilað mjög góðri vinnu.“ Björn Leví vísar þarna til óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis sem stjórnarandstaðan hefur kallað eftir að verði sett á fót en ríkisstjórnin hefur ekki viljað verða við því. Björn telur að ástæðan fyrir því sé sú að ríkisstjórnin vilji hlífa fjármálaráðherra. „Þau ætla að reyna að komast hjá því í lengstu lög að láta reyna á lagalega ábyrgð hans í þessu og þau munu nýta allt sem þau geta til að tefja það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05 „Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10 „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
„Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05
„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10
„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30