Brutu 200 marka múrinn | Tveimur leikjum frá fullu húsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2022 22:31 Alexia Putellas var meðal markaskorara í kvöld. Twitter@FCBfemeni Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona eru hársbreidd frá því að endurtaka leikinn á síðustu leiktíð þegar liðið vann þrennuna. Liðið er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og þá er það aðeins tveimur leikjum frá fullu húsi í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona tapaði nokkuð óvænt fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg er liðin mættust í síðari leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur það kvöldið 2-0 en þökk sé 5-1 sigri á heimavelli fór Barcelona áfram. Það virðist ætla að vera eina tap Barcelona á leiktíðinni. @FCBfemeni have now scored 2 0 2 goals this season in all competitions They are also just two league matches away from the perfect season pic.twitter.com/TiLeP0rDST— DAZN Football (@DAZNFootball) May 5, 2022 Erfitt er að bera saman bækur miðað við síðasta tímabil á Spáni þar sem liðum var fækkað í efstu deild kvenna. Að því sögðu er Barcelona með 28 sigra í 28 leikjum eftir 5-1 sigur á Sevilla í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Barcelona hefur brotið 200 marka múrinn á leiktíðinni. Eins ótrúlega og það hljómar voru Börsungar 0-1 undir í hálfleik í kvöld en fimm mörk í síðari hálfleik sáu til þess að vonin um hið fullkomna tímabil lifir enn. Claudia Pina jafnaði metin, Asisat Lamina Oshoala kom Barcelona yfir og Alexia Putellas, Mariona Caldentey og Jennifer Hermoso kláruðu dæmið. Barcelona vann eins og áður sagði þrennuna á síðustu leiktíð og getur endurtekið leikinn ár. Liðið stefnir á að klára spænsku deildina með fullt hús stiga en aðeins tvær umferðir eru eftir, Börsungar eru í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og þá mætir liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 21. maí. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Barcelona tapaði nokkuð óvænt fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg er liðin mættust í síðari leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur það kvöldið 2-0 en þökk sé 5-1 sigri á heimavelli fór Barcelona áfram. Það virðist ætla að vera eina tap Barcelona á leiktíðinni. @FCBfemeni have now scored 2 0 2 goals this season in all competitions They are also just two league matches away from the perfect season pic.twitter.com/TiLeP0rDST— DAZN Football (@DAZNFootball) May 5, 2022 Erfitt er að bera saman bækur miðað við síðasta tímabil á Spáni þar sem liðum var fækkað í efstu deild kvenna. Að því sögðu er Barcelona með 28 sigra í 28 leikjum eftir 5-1 sigur á Sevilla í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Barcelona hefur brotið 200 marka múrinn á leiktíðinni. Eins ótrúlega og það hljómar voru Börsungar 0-1 undir í hálfleik í kvöld en fimm mörk í síðari hálfleik sáu til þess að vonin um hið fullkomna tímabil lifir enn. Claudia Pina jafnaði metin, Asisat Lamina Oshoala kom Barcelona yfir og Alexia Putellas, Mariona Caldentey og Jennifer Hermoso kláruðu dæmið. Barcelona vann eins og áður sagði þrennuna á síðustu leiktíð og getur endurtekið leikinn ár. Liðið stefnir á að klára spænsku deildina með fullt hús stiga en aðeins tvær umferðir eru eftir, Börsungar eru í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og þá mætir liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 21. maí.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira