Brutu 200 marka múrinn | Tveimur leikjum frá fullu húsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2022 22:31 Alexia Putellas var meðal markaskorara í kvöld. Twitter@FCBfemeni Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona eru hársbreidd frá því að endurtaka leikinn á síðustu leiktíð þegar liðið vann þrennuna. Liðið er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og þá er það aðeins tveimur leikjum frá fullu húsi í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona tapaði nokkuð óvænt fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg er liðin mættust í síðari leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur það kvöldið 2-0 en þökk sé 5-1 sigri á heimavelli fór Barcelona áfram. Það virðist ætla að vera eina tap Barcelona á leiktíðinni. @FCBfemeni have now scored 2 0 2 goals this season in all competitions They are also just two league matches away from the perfect season pic.twitter.com/TiLeP0rDST— DAZN Football (@DAZNFootball) May 5, 2022 Erfitt er að bera saman bækur miðað við síðasta tímabil á Spáni þar sem liðum var fækkað í efstu deild kvenna. Að því sögðu er Barcelona með 28 sigra í 28 leikjum eftir 5-1 sigur á Sevilla í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Barcelona hefur brotið 200 marka múrinn á leiktíðinni. Eins ótrúlega og það hljómar voru Börsungar 0-1 undir í hálfleik í kvöld en fimm mörk í síðari hálfleik sáu til þess að vonin um hið fullkomna tímabil lifir enn. Claudia Pina jafnaði metin, Asisat Lamina Oshoala kom Barcelona yfir og Alexia Putellas, Mariona Caldentey og Jennifer Hermoso kláruðu dæmið. Barcelona vann eins og áður sagði þrennuna á síðustu leiktíð og getur endurtekið leikinn ár. Liðið stefnir á að klára spænsku deildina með fullt hús stiga en aðeins tvær umferðir eru eftir, Börsungar eru í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og þá mætir liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 21. maí. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Barcelona tapaði nokkuð óvænt fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg er liðin mættust í síðari leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur það kvöldið 2-0 en þökk sé 5-1 sigri á heimavelli fór Barcelona áfram. Það virðist ætla að vera eina tap Barcelona á leiktíðinni. @FCBfemeni have now scored 2 0 2 goals this season in all competitions They are also just two league matches away from the perfect season pic.twitter.com/TiLeP0rDST— DAZN Football (@DAZNFootball) May 5, 2022 Erfitt er að bera saman bækur miðað við síðasta tímabil á Spáni þar sem liðum var fækkað í efstu deild kvenna. Að því sögðu er Barcelona með 28 sigra í 28 leikjum eftir 5-1 sigur á Sevilla í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Barcelona hefur brotið 200 marka múrinn á leiktíðinni. Eins ótrúlega og það hljómar voru Börsungar 0-1 undir í hálfleik í kvöld en fimm mörk í síðari hálfleik sáu til þess að vonin um hið fullkomna tímabil lifir enn. Claudia Pina jafnaði metin, Asisat Lamina Oshoala kom Barcelona yfir og Alexia Putellas, Mariona Caldentey og Jennifer Hermoso kláruðu dæmið. Barcelona vann eins og áður sagði þrennuna á síðustu leiktíð og getur endurtekið leikinn ár. Liðið stefnir á að klára spænsku deildina með fullt hús stiga en aðeins tvær umferðir eru eftir, Börsungar eru í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og þá mætir liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 21. maí.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira