Bróðir Lingards æfur: „Verið hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki að kveðja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 11:31 Juan Mata fékk kveðjuleik á Old Trafford í gær, öfugt við Jesse Lingard. getty/Ash Donelon Jesse Lingard fékk ekki að kveðja stuðningsmenn Manchester United þegar liðið mætti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær, eitthvað sem bróðir hans er æfur yfir. United vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. Leikmenn sem eru á förum frá United fengu að spila í gær og þannig tækifæri til að kveðja stuðningsmenn félagsins. Má þar meðal annars nefna Juan Mata, Edinson Cavani og Nemanja Matic. Lingard sat hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Það fór ekki vel í bróður hans, Louie Scott. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum, fjórir titlar, þrjú mörk í úrslitaleikjum en fær ekki einu sinni kveðjustund. Engin furða að Sambandsdeildin bíði á næsta ári,“ skrifaði Scott á Instagram. „Félaginu er stjórnað af fólki sem kann ekki rangstöðuregluna. Enginn klassi og stuðningsmennirnir þurfa að átta sig á því. Góða nótt og guð blessi ykkur. Hann er búinn að vera hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki einu sinni að kveðja!!! Vel gert bróðir. Þú gerðir okkur fjölskylduna stolta.“ Lingard var lánaður til West Ham United seinni hluta síðasta tímabils og átti afar góðu gengi að fagna hjá Hömrunum. Hann sneri aftur til United í sumar en hefur fengið afar fá tækifæri með United á tímabilinu. Síðan Ralf Rangnick tók við liðinu hefur Lingard aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu. Samningur Lingards við United rennur út eftir tímabilið. Hann hefur leikið 232 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Lingard skoraði sigurmark United í bikarúrslitaleiknum gegn Crystal Palace 2016. Enski boltinn Tengdar fréttir Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31 Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
United vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. Leikmenn sem eru á förum frá United fengu að spila í gær og þannig tækifæri til að kveðja stuðningsmenn félagsins. Má þar meðal annars nefna Juan Mata, Edinson Cavani og Nemanja Matic. Lingard sat hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Það fór ekki vel í bróður hans, Louie Scott. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum, fjórir titlar, þrjú mörk í úrslitaleikjum en fær ekki einu sinni kveðjustund. Engin furða að Sambandsdeildin bíði á næsta ári,“ skrifaði Scott á Instagram. „Félaginu er stjórnað af fólki sem kann ekki rangstöðuregluna. Enginn klassi og stuðningsmennirnir þurfa að átta sig á því. Góða nótt og guð blessi ykkur. Hann er búinn að vera hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki einu sinni að kveðja!!! Vel gert bróðir. Þú gerðir okkur fjölskylduna stolta.“ Lingard var lánaður til West Ham United seinni hluta síðasta tímabils og átti afar góðu gengi að fagna hjá Hömrunum. Hann sneri aftur til United í sumar en hefur fengið afar fá tækifæri með United á tímabilinu. Síðan Ralf Rangnick tók við liðinu hefur Lingard aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu. Samningur Lingards við United rennur út eftir tímabilið. Hann hefur leikið 232 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Lingard skoraði sigurmark United í bikarúrslitaleiknum gegn Crystal Palace 2016.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31 Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31
Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00