Dæmdur í sex leikja bann en segist vera alsaklaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 14:00 DeAndre Hopkins er frábær útherji og fáir betri að grípa boltann í þröngri stöðu. Hér hefur hann hann skorað snertimark fyrir Arizona Cardinals. Getty/Emilee Chinn DeAndre Hopkins, stjörnuútherji Arizona Cardinals í NFL-deildinni, var í gær dæmdur í sex leikja bann fyrir að hafa orðið uppvís af því að nota ólögleg efni. Hopkins heldur fram sakleysi sínu. NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira