Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, fagna þýska meistaratitlinum síðasta vor. instagram-síða karólínu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“ Þýski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“
Þýski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira