Ísfirðingar vilja betri bæjaranda Smári Jökull Jónsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. maí 2022 10:45 Ísafjörður er stærsti byggðakjarninn á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Bætt heilbrigðisþjónusta, hreinni götur og betri bæjarandi. Allt eru þetta lykilatriði hjá Ísfirðingum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á meðan er frambjóðendum mest umhugað um uppbyggingu. Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira