Kjósum Mjöll sem næsta formann grunnskólakennara Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 29. apríl 2022 09:00 Grunnskólakennarar kjósa formann 2. -7. maí. Mikilvægt er að nýta kosningarétt sinn. Þrír einstaklingar gefa kost á sér sem er vel. Gott að kennarar hafi val. Gaman að sjá áhuga kennara á starfinu. Formannsstarfið er vandasamt. Það krefst mikilla samskipta og hæfni í samskiptum. Því miður hafa ekki allir sömu getu til að eiga samskipti við marga og ólíka einstaklinga. Alls ekki. Ég treysti Mjöll best til að leiða félag grunnskólakennara næstu fjögur árin. Ég treysti henni best til að leiða stefnu félagsins eins og hún leggur upp með í kosningabaráttu sinni. Formannsstarfið krefst samvinnu margra. Líka víðs vegar um land. Enn kemur að Mjöll, ég treysti henni best til að leiða svæðafélögin saman í góðri vinnu þegar á þarf að halda. Slík samvinna hefur verið lítil undanfarin fjögur ár, bæta þarf úr því. Ekki er nóg að tala um samvinnu, hana þarf að sýna og rækta. Ég treysti Mjöll til að leggja svæðadeildir landsins að jöfnu í slíku samstarfi. Dreifa þarf ábyrgð. Það er engu félagi til heilla að sama fólkið safnist í kringum formann félagsins í nefndum félags. Ólíkar skoðanir verða að heyrast. Grasrótin, sama hvar á landinu sem hún er, þarf að hafa rödd sem á er hlustað. Ég treysti Mjöll best til að viðra lýðræði, samvinnu og byggja traust milli félagsmanna. Undanfarin fjögur ár hafa sýnt að það er ekki á allra færi að virða umrædd gildi. Formaður á í nánum samskiptum við aðra formenn aðildarfélag Kennarasamband Ísland. Oft eru þrumuský á lofti og ágreiningur um mál. Nauðsynlegt er að hafa einstakling í formannsembætti Félags grunnskólakennara sem hefur góð samskipti í fyrrúmi. Nauðsynlegt er að hafa formann sem getur hlustað á ólík sjónarmið innan KÍ og ber virðingu fyrir fólki. Nauðsynlegt er að hafa formann sem miðlað getur málum þegar á þarf að halda. Nauðsynlegt er að hafa formann sem stendur fast á sínu án þess að hleypa öllu í bál og brand. Í þeim efnum treysti ég Mjöll best af þeim frambjóðendum sem bjóða sig fra. Kennarar kjósum Mjöll fyrir okkur öll. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar kjósa formann 2. -7. maí. Mikilvægt er að nýta kosningarétt sinn. Þrír einstaklingar gefa kost á sér sem er vel. Gott að kennarar hafi val. Gaman að sjá áhuga kennara á starfinu. Formannsstarfið er vandasamt. Það krefst mikilla samskipta og hæfni í samskiptum. Því miður hafa ekki allir sömu getu til að eiga samskipti við marga og ólíka einstaklinga. Alls ekki. Ég treysti Mjöll best til að leiða félag grunnskólakennara næstu fjögur árin. Ég treysti henni best til að leiða stefnu félagsins eins og hún leggur upp með í kosningabaráttu sinni. Formannsstarfið krefst samvinnu margra. Líka víðs vegar um land. Enn kemur að Mjöll, ég treysti henni best til að leiða svæðafélögin saman í góðri vinnu þegar á þarf að halda. Slík samvinna hefur verið lítil undanfarin fjögur ár, bæta þarf úr því. Ekki er nóg að tala um samvinnu, hana þarf að sýna og rækta. Ég treysti Mjöll til að leggja svæðadeildir landsins að jöfnu í slíku samstarfi. Dreifa þarf ábyrgð. Það er engu félagi til heilla að sama fólkið safnist í kringum formann félagsins í nefndum félags. Ólíkar skoðanir verða að heyrast. Grasrótin, sama hvar á landinu sem hún er, þarf að hafa rödd sem á er hlustað. Ég treysti Mjöll best til að viðra lýðræði, samvinnu og byggja traust milli félagsmanna. Undanfarin fjögur ár hafa sýnt að það er ekki á allra færi að virða umrædd gildi. Formaður á í nánum samskiptum við aðra formenn aðildarfélag Kennarasamband Ísland. Oft eru þrumuský á lofti og ágreiningur um mál. Nauðsynlegt er að hafa einstakling í formannsembætti Félags grunnskólakennara sem hefur góð samskipti í fyrrúmi. Nauðsynlegt er að hafa formann sem getur hlustað á ólík sjónarmið innan KÍ og ber virðingu fyrir fólki. Nauðsynlegt er að hafa formann sem miðlað getur málum þegar á þarf að halda. Nauðsynlegt er að hafa formann sem stendur fast á sínu án þess að hleypa öllu í bál og brand. Í þeim efnum treysti ég Mjöll best af þeim frambjóðendum sem bjóða sig fra. Kennarar kjósum Mjöll fyrir okkur öll. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar