Lífið

Bríet og Bubbi mæta á langþráða Þjóðhátíð

Elísabet Hanna skrifar
Á Þjóðhátíð.
Á Þjóðhátíð. vísir/vilhelm

Það er loksins komið að því að Þjóðhátíð í Eyjum fari fram eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni og á enn eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur. 

Landslið tónlistarmanna

Forsala á Þjóðhátíð er hafin og eru tónlistarmennirnir Bríet, Bubbi, Reykjavíkurdætur, Flott, Emmsjé Gauti og Hipsumhaps nú þegar búin að boða sig á hátíðina. 

„Eins og alltaf þá verður þarna landslið tónlistarmanna sem stígur á svið og fyrsta tilkynningin af nokkrum kom í morgun og svo á fólk von á fleiri slíkum tilkynningum á næstu vikum,“

segir Jón Gunnar Geirdal, kynningarfulltrúi hátíðarinnar.

Jón Gunnar Geirdal.Vísir/Vilhelm

Stemningin gríðarleg

Það er mikil gleði meðal landsmanna og skipuleggjenda hátíðarinnar að hún verði loksins haldin eftir tveggja ára dvala.

„Stemningin fyrir Þjóðhátíð er náttúrulega rosaleg, einfaldlega þar sem það hefur ekki verið hátíð síðustu tvö ár útaf einhverju sem við nennum ekki að tala um. Þannig að stemningin í ár er bara í hæstu hæðum, held að það hafi aldrei verið jafn mikil stemning fyrir Þjóðhátíð í Eyjum,“

segir Jón Gunnar. Hann bætir því við að það sé mikill léttir og gott að finna að lífið sé að færast í venjulegar skorður og það sé loksins hægt að halda Þjóðhátíð þar sem stemningin er ætíð einstök á heimsvísu. 


Tengdar fréttir

Undir­búningur hafinn fyrir Þjóð­há­tíð en ekkert meitlað í stein í ljósi reynslunnar

Undirbúningur er hafinn fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar en hátíðinni var aflýst árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskideginum mikla á Dalvík hefur aftur á móti verið aflýst. Framkvæmdastjóri ÍBV reiknar með að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði og vonar að Dalvíkingar reynist ekki sannspáir um stöðu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.