Ráðist á hana í nóvember en núna er hún komin í agabann fyrir slagsmál Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 10:00 Kheira Hamraoui er í agabanni hjá Paris Saint-Germain og missir af einum stærsta leik tímabilsins hjá liðinu. Getty/Aurelien Meunier Það eru áfram læti í kringum frönsku landsliðskonuna Kheira Hamraoui og nú er ljóst að hún verður ekki með Paris Saint-Germain í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á móti Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Lyon. Liðin mætast aftur á laugardaginn en Sara og félagar unnu fyrri leikinn 3-2. Hamraoui er ekki í leikbanni heldur í agabanni hjá sínu eigin félagi. Alors qu'elle est venue au centre d'entraînement du PSG ce mardi, Kheira Hamraoui ne s'entraînera pas avec les Parisiennes cette semaine, et sera donc absente de la demi-finale retour de Ligue des champions contre l'OL, samedi https://t.co/01l1AXg03J pic.twitter.com/PXd6uPKCdU— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 26, 2022 Hinn 32 ára gamli miðjumaður lenti í slagsmálum við liðsfélaga sinn Sandy Baltimore á æfingu á laugardaginn var og af þeim sökum tók hún ekki þátt í fyrri leiknum. Parísarliðið hefur nú tekið þá ákvörðun að agabannið hennar nái út alla vikuna. Hamraoui byrjaði lætin á því að móðga liðsfélaga sinn og það er mat forráðamanna félagsins að hún hafi verið gerandinn í þeim látum sem urðu meðal liðsfélaganna. Franska blaðið Le Parisien segir agbannið því vera sett á til að róa leikmannahópinn fyrir þennan mikilvæga seinni leik þar sem sæti í úrslitaleiknum er í boði. Félagið ræddi við alla sem komu að þessum slagsmálum, ekki bara Hamraoui og Baltimore heldur einnig þær Kadidiatou Diani og Marie-Antoinette Katoto. Kheira Hamraoui impliquée dans une altercation à l'entraînement du PSGUn incident entre Hamraoui et Baltimore a eu lieu lors de la mise en place tactique de ce samedi matin, à la veille de la demi-finale de Ligue des champions contre l'OL https://t.co/axZncyp34p pic.twitter.com/Bqebua10G5— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 23, 2022 Það er ljóst að andrúmsloftið í liðinu er mjög slæmt og mikið um rifrildi og ósætti. Sumir leikmenn tala ekki við hvora aðra og stemmningin er sögð vera mjög súr. Agabann Hamraoui er einnig talið vera fyrsta skrefið í átt að losa sig við hana. Kheira Hamraoui var mikið í fréttunum í nóvember þegar tveir grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar og liðsfélagi hennar Aminata Diallo var sökuð um að standa þar að baki og var rekin í yfirheyrslu. Engar ákærur voru gefnar út og Diallo sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði þess ekkert satt í þessum ásökunum á hendur henni. Þær snéru báðar til baka í janúarmánuði. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira
Liðin mætast aftur á laugardaginn en Sara og félagar unnu fyrri leikinn 3-2. Hamraoui er ekki í leikbanni heldur í agabanni hjá sínu eigin félagi. Alors qu'elle est venue au centre d'entraînement du PSG ce mardi, Kheira Hamraoui ne s'entraînera pas avec les Parisiennes cette semaine, et sera donc absente de la demi-finale retour de Ligue des champions contre l'OL, samedi https://t.co/01l1AXg03J pic.twitter.com/PXd6uPKCdU— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 26, 2022 Hinn 32 ára gamli miðjumaður lenti í slagsmálum við liðsfélaga sinn Sandy Baltimore á æfingu á laugardaginn var og af þeim sökum tók hún ekki þátt í fyrri leiknum. Parísarliðið hefur nú tekið þá ákvörðun að agabannið hennar nái út alla vikuna. Hamraoui byrjaði lætin á því að móðga liðsfélaga sinn og það er mat forráðamanna félagsins að hún hafi verið gerandinn í þeim látum sem urðu meðal liðsfélaganna. Franska blaðið Le Parisien segir agbannið því vera sett á til að róa leikmannahópinn fyrir þennan mikilvæga seinni leik þar sem sæti í úrslitaleiknum er í boði. Félagið ræddi við alla sem komu að þessum slagsmálum, ekki bara Hamraoui og Baltimore heldur einnig þær Kadidiatou Diani og Marie-Antoinette Katoto. Kheira Hamraoui impliquée dans une altercation à l'entraînement du PSGUn incident entre Hamraoui et Baltimore a eu lieu lors de la mise en place tactique de ce samedi matin, à la veille de la demi-finale de Ligue des champions contre l'OL https://t.co/axZncyp34p pic.twitter.com/Bqebua10G5— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 23, 2022 Það er ljóst að andrúmsloftið í liðinu er mjög slæmt og mikið um rifrildi og ósætti. Sumir leikmenn tala ekki við hvora aðra og stemmningin er sögð vera mjög súr. Agabann Hamraoui er einnig talið vera fyrsta skrefið í átt að losa sig við hana. Kheira Hamraoui var mikið í fréttunum í nóvember þegar tveir grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar og liðsfélagi hennar Aminata Diallo var sökuð um að standa þar að baki og var rekin í yfirheyrslu. Engar ákærur voru gefnar út og Diallo sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði þess ekkert satt í þessum ásökunum á hendur henni. Þær snéru báðar til baka í janúarmánuði.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira