Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. apríl 2022 22:18 Sólveig Anna Jónsdóttir hvatti félagsmenn Eflingar til að standa saman. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?