Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. apríl 2022 22:18 Sólveig Anna Jónsdóttir hvatti félagsmenn Eflingar til að standa saman. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira