„Það tengja allir við sína sundlaug“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. apríl 2022 07:01 Listamaðurinn Unnar Ari setur allar sundlaugar landsins á vegg fyrir sýningu sína SundForm á HönnunarMars. Instagram: @unnar.ari.baldvinsson Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni. Hvaðan kviknaði hugmyndin að verkefninu Sundform? Hugmyndin kom þegar ég var einhvern tímann að surfa á google maps og sá sundlaugina á Seltjarnarnesi. Formið og liturinn heillaði mig strax og fannst mér merkilegt hvað laugin var öðruvísi en þegar maður situr í heita pottinum. Hugmyndin af SundForm kom strax og mig langaði að sjá allar laugarnar saman á einum vegg. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Ert þú mikill sundmaður? Já ég fer í sund mjög oft, bæði til að synda og slaka. Hefur verkefnið verið lengi í bígerð og hvernig hefur ferlið gengið? Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan í byrjun 2020 en fékk svo styrk frá Hönnunarmiðstöð seinna á því ári. Það þurfti að taka ljósmyndir af öllum laugunum á landinu með dróna til þess að formin væru nógu skýr, myndirnar eru síðan teiknaðar út frá loftmyndum í ákveðnu litakerfi svo maður geti greint auðveldlega hvað er hvað. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Hefur þú tekið þátt í Hönnunarmars áður? Nei þetta er fyrsta skipti sem ég tek þátt. Hvar verður sýningin? Sýningin verður í Bíó Paradís og opnar 4. maí. Það verður líka hægt að skoða allar laugarnar á sundform.is. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Hvaðan sækir þú almennt innblástur í listsköpun þína? Ég skoða mikið form og andstæð form, hvaða hlutverk hefur ramminn utan um mynd og samspilið þar á milli. Litir eru líka mikill innblástur og stundum pæli ég aðeins of mikið í hvaða litur er á sjónum eða hvaða tónn af grænum eða gulum er í grasinu. View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Annað sem þú vilt taka fram? Það sem mér finnst svo skemmtilegt við SundForm eða sundlaugar yfir höfuð er að það tengja allir við sína laug, það eru svo margar sundlaugar á íslandi að fólk í mismunandi hverfum eða landshlutum hefur stundum mjög sterkar skoðanir á hvaða laug er betri og af hverju sumir fara aldrei í þessa sundlaug. Til dæmis er ég af Nesinu og konan mín úr Vesturbænum og áður en við eignuðumst börn þá fórum við daglega í sund og það var alltaf umræða um hvort við ættum að fara í Seltjarnarneslaugina eða Vesturbæjarlaugina. Einu sinni vorum við það ósammála að við fórum í sitthvora laugina því hvorugt okkar gat gefið eftir, hittumst bara heima klukkan 14:00. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. HönnunarMars Myndlist Menning Sundlaugar Tengdar fréttir Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvaðan kviknaði hugmyndin að verkefninu Sundform? Hugmyndin kom þegar ég var einhvern tímann að surfa á google maps og sá sundlaugina á Seltjarnarnesi. Formið og liturinn heillaði mig strax og fannst mér merkilegt hvað laugin var öðruvísi en þegar maður situr í heita pottinum. Hugmyndin af SundForm kom strax og mig langaði að sjá allar laugarnar saman á einum vegg. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Ert þú mikill sundmaður? Já ég fer í sund mjög oft, bæði til að synda og slaka. Hefur verkefnið verið lengi í bígerð og hvernig hefur ferlið gengið? Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan í byrjun 2020 en fékk svo styrk frá Hönnunarmiðstöð seinna á því ári. Það þurfti að taka ljósmyndir af öllum laugunum á landinu með dróna til þess að formin væru nógu skýr, myndirnar eru síðan teiknaðar út frá loftmyndum í ákveðnu litakerfi svo maður geti greint auðveldlega hvað er hvað. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Hefur þú tekið þátt í Hönnunarmars áður? Nei þetta er fyrsta skipti sem ég tek þátt. Hvar verður sýningin? Sýningin verður í Bíó Paradís og opnar 4. maí. Það verður líka hægt að skoða allar laugarnar á sundform.is. View this post on Instagram A post shared by Sundform (@sund.form) Hvaðan sækir þú almennt innblástur í listsköpun þína? Ég skoða mikið form og andstæð form, hvaða hlutverk hefur ramminn utan um mynd og samspilið þar á milli. Litir eru líka mikill innblástur og stundum pæli ég aðeins of mikið í hvaða litur er á sjónum eða hvaða tónn af grænum eða gulum er í grasinu. View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Annað sem þú vilt taka fram? Það sem mér finnst svo skemmtilegt við SundForm eða sundlaugar yfir höfuð er að það tengja allir við sína laug, það eru svo margar sundlaugar á íslandi að fólk í mismunandi hverfum eða landshlutum hefur stundum mjög sterkar skoðanir á hvaða laug er betri og af hverju sumir fara aldrei í þessa sundlaug. Til dæmis er ég af Nesinu og konan mín úr Vesturbænum og áður en við eignuðumst börn þá fórum við daglega í sund og það var alltaf umræða um hvort við ættum að fara í Seltjarnarneslaugina eða Vesturbæjarlaugina. Einu sinni vorum við það ósammála að við fórum í sitthvora laugina því hvorugt okkar gat gefið eftir, hittumst bara heima klukkan 14:00. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars Myndlist Menning Sundlaugar Tengdar fréttir Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01