Ný samtök bera nafn íslenskrar baráttukonu: „Hún kjarnar allt það sem skaðaminnkun gengur út á“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. apríl 2022 17:46 Matthildur Jónsdóttir Kelley glímdi við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi um árabil en náði bata og hefur verið brautryðjandi í skaðaminnkun allar götur síðan. Mynd/Aðsend Ný samtök um skaðaminnkun verða formlega stofnuð á morgun en samtökin heita í höfuðið á íslenskri baráttukonu sem hefur verið brautryðjandi í skaðaminnkun í áratugi. Sérfræðingur í skaðaminnkun og einn stofnaðili samtakanna segir mikilvægt að halda áfram þeirri vegferð og framþróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár hér á landi. Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun, er einn stofnaðila samtakanna ásamt þeim Sigrúnu Jóhannsdóttur og Elínu Guðnýju Gunnarsdóttur en allar hafa þær víðtæka reynslu og þekkingu af skaðaminnkun og mannréttindum jaðarsetts fólks hér á landi. Markmiðið með stofnun samtakanna er fyrst og fremst að auka þekkingu og vinna að framgangi skaðaminnkandi inngripa og úrræða á Íslandi. Þá er tilgangurinn sömuleiðis að stuðla að samstarfi við skaðaminnkunarsamtök á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu. „Okkur þremur fannst orðið tímabært að stofna skaðaminnkandi samtök á Íslandi sem eru einnig að standa vörð um mannréttindi fólks sem notar vímuefni og glímir við vímuefnavanda,“ segir Svala um stofnun samtakanna. Svala Jóhannesdóttir, Sigrúnu Jóhannsdóttir og Elín Guðný Gunnarsdóttir eru stofnaðilar samtakanna en allar hafa þær víðtæka reynslu og þekkingu af skaðaminnkun og mannréttindum jaðarsetts fólks hér á landi. Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður segir enn fremur mikilvægt að samfélagið standi vörð um mannréttindi einstaklinga sem nota vímuefni og glíma við heimilisleysi, staðreyndin sé sú að það hafi ekki verið gert í gegnum tíðina hér á landi. „Með stofnun samtakanna vonumst við til þess að geta greitt aðgang þessa hóps að upplýsingum um réttastöðu sína og þrýst á stjórnvöld að bregðast við,“ segir Sigrún. Tilvalið tækifæri til að heiðra ötula baráttukonu Samtökin heita í höfuðið á Matthildi Jónsdóttur Kelley en hún hefur í gegnum tíðina verið öflugur málsvari skaðaminnkunar. Hún er í dag 76 ára gömul en hún flutti frá Íslandi til Chicago um tvítugt og býr yfir persónulegri reynslu eftir að hafa glímt við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi um árabil. Svala segir að þeim hafi lengi langað að heiðra Matthildi og fannst því tilvalið að nefna íslensk skaðaminnkunsamtök í höfuðið á henni, en hún hefur tileinkað lífi sínu skaðaminnkandi starfi frá því að hún náði bata. Matthildur starfaði í 35 ár í brautryðjandi vettvangsstarfi í Chicago og HIV forvörnum, aðallega með fólki sem notar vímuefni í æð. Hún hefur jafnframt séð um þjálfun á starfsfólki í öðrum vettvangsteymum og kennt skaðaminnkun í Indónesíu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Okkur fannst saga Matthildar svo merkileg og það er mikilvægt að við munum eftir þessari íslensku konu, að við þekkjum söguna hennar og heiðrum allt það magnaða skaðaminnkunarstarf sem hún hefur gert síðastliðin 35 ár,“ segir Svala. „Matthildur er einstök og í rauninni kjarnar allt það sem skaðaminnkun gengur út á.“ Mikil framþróun á síðustu fimm árum Líkt og áður segir verða samtökin formlega stofnuð á morgun en auk þeirra Svölu, Sigrúnu og Elínu koma sex nemendur úr MPM náminu við Háskólann í Reykjavík að verkefninu. „Þau leituðu til mín vegna þess að þeim langaði mikið til að varpa ljósi á stöðu fólks sem glímir við heimilisleysi eða vímuefnavanda á Íslandi, í samvinnunni kom í ljós að það sem var mest aðkallandi væri að stofna skaðaminnkunarsamtök sem sinntu málsvarastarfi og koma í gang upplýsingaherferðum til almennings,“ segir Svala. Þannig geti átt sér stað umræða um hvað skaðaminnkun er, fara yfir staðreyndir og staðreyndarvillur, og tala um mikilvægi skaðaminnkunar og allt það jákvæða sem skaðaminnkun getur gert fyrir einstaklinga, heilbrigðiskerfið og allt samfélagið. „Ísland hefur verið í mikilli framþróun á síðustu fimm árum varðandi uppbyggingu á skaðaminnkandi í þjónustu í landinu, það er búið að opna formlegt neyslurými, innleiða skaðaminnkandi nálgun í fjölda úrræða hjá Reykjavíkurborg, fjölga nálaskiptiþjónustum og er vitund fólks og kerfisins orðin meiri, okkur langar til að halda þessar vegferð og framþróun áfram,“ segir Svala. Þau eru nú þegar með nokkur verkefni í bígerð sem munu ýta undir frekari framþróun. „Við erum til dæmis byrjaðar að vinna að gerð réttindaspjalda þar sem farið er yfir réttarstöðu fólks sem notar vímuefni á Íslandi og við erum einnig byrjuð að hanna skaðaminnkunarspjöld með leiðbeiningum og upplýsingum til að reyna lágmarka áhættu á ofskömmtun á vímuefnum,“ segir Svala. Fíkn Mannréttindi Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun, er einn stofnaðila samtakanna ásamt þeim Sigrúnu Jóhannsdóttur og Elínu Guðnýju Gunnarsdóttur en allar hafa þær víðtæka reynslu og þekkingu af skaðaminnkun og mannréttindum jaðarsetts fólks hér á landi. Markmiðið með stofnun samtakanna er fyrst og fremst að auka þekkingu og vinna að framgangi skaðaminnkandi inngripa og úrræða á Íslandi. Þá er tilgangurinn sömuleiðis að stuðla að samstarfi við skaðaminnkunarsamtök á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu. „Okkur þremur fannst orðið tímabært að stofna skaðaminnkandi samtök á Íslandi sem eru einnig að standa vörð um mannréttindi fólks sem notar vímuefni og glímir við vímuefnavanda,“ segir Svala um stofnun samtakanna. Svala Jóhannesdóttir, Sigrúnu Jóhannsdóttir og Elín Guðný Gunnarsdóttir eru stofnaðilar samtakanna en allar hafa þær víðtæka reynslu og þekkingu af skaðaminnkun og mannréttindum jaðarsetts fólks hér á landi. Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður segir enn fremur mikilvægt að samfélagið standi vörð um mannréttindi einstaklinga sem nota vímuefni og glíma við heimilisleysi, staðreyndin sé sú að það hafi ekki verið gert í gegnum tíðina hér á landi. „Með stofnun samtakanna vonumst við til þess að geta greitt aðgang þessa hóps að upplýsingum um réttastöðu sína og þrýst á stjórnvöld að bregðast við,“ segir Sigrún. Tilvalið tækifæri til að heiðra ötula baráttukonu Samtökin heita í höfuðið á Matthildi Jónsdóttur Kelley en hún hefur í gegnum tíðina verið öflugur málsvari skaðaminnkunar. Hún er í dag 76 ára gömul en hún flutti frá Íslandi til Chicago um tvítugt og býr yfir persónulegri reynslu eftir að hafa glímt við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi um árabil. Svala segir að þeim hafi lengi langað að heiðra Matthildi og fannst því tilvalið að nefna íslensk skaðaminnkunsamtök í höfuðið á henni, en hún hefur tileinkað lífi sínu skaðaminnkandi starfi frá því að hún náði bata. Matthildur starfaði í 35 ár í brautryðjandi vettvangsstarfi í Chicago og HIV forvörnum, aðallega með fólki sem notar vímuefni í æð. Hún hefur jafnframt séð um þjálfun á starfsfólki í öðrum vettvangsteymum og kennt skaðaminnkun í Indónesíu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Okkur fannst saga Matthildar svo merkileg og það er mikilvægt að við munum eftir þessari íslensku konu, að við þekkjum söguna hennar og heiðrum allt það magnaða skaðaminnkunarstarf sem hún hefur gert síðastliðin 35 ár,“ segir Svala. „Matthildur er einstök og í rauninni kjarnar allt það sem skaðaminnkun gengur út á.“ Mikil framþróun á síðustu fimm árum Líkt og áður segir verða samtökin formlega stofnuð á morgun en auk þeirra Svölu, Sigrúnu og Elínu koma sex nemendur úr MPM náminu við Háskólann í Reykjavík að verkefninu. „Þau leituðu til mín vegna þess að þeim langaði mikið til að varpa ljósi á stöðu fólks sem glímir við heimilisleysi eða vímuefnavanda á Íslandi, í samvinnunni kom í ljós að það sem var mest aðkallandi væri að stofna skaðaminnkunarsamtök sem sinntu málsvarastarfi og koma í gang upplýsingaherferðum til almennings,“ segir Svala. Þannig geti átt sér stað umræða um hvað skaðaminnkun er, fara yfir staðreyndir og staðreyndarvillur, og tala um mikilvægi skaðaminnkunar og allt það jákvæða sem skaðaminnkun getur gert fyrir einstaklinga, heilbrigðiskerfið og allt samfélagið. „Ísland hefur verið í mikilli framþróun á síðustu fimm árum varðandi uppbyggingu á skaðaminnkandi í þjónustu í landinu, það er búið að opna formlegt neyslurými, innleiða skaðaminnkandi nálgun í fjölda úrræða hjá Reykjavíkurborg, fjölga nálaskiptiþjónustum og er vitund fólks og kerfisins orðin meiri, okkur langar til að halda þessar vegferð og framþróun áfram,“ segir Svala. Þau eru nú þegar með nokkur verkefni í bígerð sem munu ýta undir frekari framþróun. „Við erum til dæmis byrjaðar að vinna að gerð réttindaspjalda þar sem farið er yfir réttarstöðu fólks sem notar vímuefni á Íslandi og við erum einnig byrjuð að hanna skaðaminnkunarspjöld með leiðbeiningum og upplýsingum til að reyna lágmarka áhættu á ofskömmtun á vímuefnum,“ segir Svala.
Fíkn Mannréttindi Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51