Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 1-1 | Jafnt í opnunarleik Bestu-deildarinnar Einar Kárason skrifar 26. apríl 2022 21:28 Eyjakonum er spáð sjöunda sæti deildarinnar af Íþróttadeild Vísis. Vísir/Bára ÍBV tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar kvenna árið 2022 og skildu liðin jöfn eftir níutíu mínútur, 1-1. Lítið var um færi í upphafi leiks þrátt fyrir ágætis sóknir beggja liða. Fyrsta alvöru marktækifæri leiksins kom eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir, framherji ÍBV, fékk boltann inni í teig Garðbæinga og sendi boltann fyrir markið með vinstri fæti. Þar mætti varamaðurinn Þóra Björg Stefánsdóttir, sem hafði komið inn á snemma leiks, á ferðinni á fjærstöng og skaut boltanum upp í þaknetið. ÍBV komið yfir með fyrsta skoti sínu á markið. Stjörnustúlkur voru lengi í gang í þessum leik en virtust vakna örlítið við mark heimastúlkna og fóru að færa sig framar á völlinn. Rétt eins og í upphafi leiks áttu þær mörg fín áhlaup að marki ÍBV en vantaði upp á gæði í sendingum og hlaupum inn í teig til að ógna marki þeirra hvítklæddu. Þegar inn í hálfleik var komið var staðan 1-0, heimastúlkum í vil. Stjörnustúlkur áttu upphafsspyrnu síðari hálfleiks og virtist sem svo að þeim líkaði vel að vera með boltann en þær voru mun öflugra liðið í síðari hálfleik. Jasmín Erla Ingadóttir fékk upplagt marktækifæri eftir um fimm mínútna leik en hitti boltann ekki nægilega vel og fór hann framhjá stönginni fjær. Áfram héldu þær bláklæddu að þjarma að marki ÍBV og loks brást stíflan þegar um stundarfjórðungur eftir lifði leiks. Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir fékk þá sendingu frá vinstri frá Betsy Doon Hassett og stýrði boltanum hnitmiðað í hægra hornið. Staðan því orðin jöfn að nýju og nægur tími fyrir bæði lið til að sækja til sigurs. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós það sem eftir lifði leiks en það besta var skot Gyðu Kristínar Gunnarsdóttur undir lok leiksins úr þröngu færi, en boltinn endaði í örmum Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV. Fleiri mörk því ekki skoruð og niðurstaðan 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Af hverju varð jafntefli? ÍBV byrjaði leikinn ívið betur og skoruðu fyrsta mark leiksins. Eftir það komst gestaliðið betur og betur inn í leikinn og fékk Stjarnan hættulegri færin. Þær náðu loks að jafna leikinn og voru líklegri til að bæta við en án árangurs. Hverjar stóðu upp úr? Margar áttu góðan dag í dag. Kristín Erna Sigurlásdóttir var virkilega góð uppi á toppi í Eyjaliðinu. Hélt bolta vel og skilaði vel frá sér. Lykilmaður í sóknarleik ÍBV og lagði upp fyrsta mark leiksins. Vörn ÍBV stóð vaktina vel er Sandra Voitane skemmtileg viðbót við liðið. Í liði gestanna var Jasmín Erla Ingadóttir áberandi í sóknarleiknum. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir skoraði gott mark og Betsy Doon Hassett var góð vinstra megin. Málfríður Erna Sigurðardóttir stýrði vörninni vel. Hvað gekk illa? Það má segja að leikurinn í dag hafi ekki verið draumabyrjun á sumrinu fyrir Sydney Nicole Carr, leikmanns ÍBV, sem varð að yfirgefa völlinn snemma leiks vegna meiðsla. Annars var þetta ágætlega spilaður leikur og þrátt fyrir að hvorugt liðið hafi fengið neinn urmul færa var mikil barátta milli liðanna og leikurinn skemmtilegur. Hvað gerist næst? Eyjastúlkur fá Selfoss í heimsókn eftir viku en Stjarnan tekur á móti KR degi síðar. Jonathan Glenn: Stig á töfluna Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Heimasíða ÍBV „Þetta var týpískur fyrsti leikur,” sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir leik. „Bæði lið hlupu mikið og það voru ekki mikið af dauðafærum í þessum leik. Við stjórnuðum leiknum að hluta til rétt eins og Stjarnan. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Við missum mann af velli í meiðsli snemma leiks og þurftum að aðlaga okkur að nýju. Ég er stoltur af því hvernig við gerðum það. Við skoruðum en því miður gerðu þær það einnig og tóku þannig af okkur tvö stig.” „Eftir markið okkar fannst mér við bakka of mikið frá þeim og gáfum þeim of mikinn tíma á boltann. Í hálfleik ræddum við þetta og við vildum halda línunni ofar til að halda pressu á þeim. Þetta Stjörnulið er gott og við vissum það. Þær eru eldfljótar og sækja hratt eftir að þær vinna boltann. Við reyndum að loka á það með því að fara ekki of ofarlega en á sama tíma ekki bakka of neðarlega. Mínar stelpur þurftu að vera hugrakkar þegar við vorum með boltann. Þegar við náðum boltanum vorum við oft ekki nægilega hreyfanlegar til að geta sent boltann. Við viljum bæta það.” „Þetta var spennandi leikur þó það hafi ekki verið mikið um færi. Það voru stimpingar, læti og tæklingar. Bæði lið sáu til þess. Við nýtum okkur þennan leik í framhaldinu. Þetta er byrjunin og við erum komin með stig á töfluna. Núna er komið að því að sjá hvaða lið eru tilbúin.” Kristján G: Fundum réttu leiðina of seint Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að vera kominn af stað en ekki ánægður með hvernig lið hans byrjaði opnunarleikinn. „Það er gott að vera búinn með fyrsta leik og spila ágætlega á köflum. Við tókum stig og erum komin á blað. Við vorum aðeins of lengi að átta okkur á umhverfinu, vellinum og á því að mótið væri byrjað. Við vorum of lengi að ná okkur til baka eftir markið sem við fengum á okkur. Síðustu fimmtán í fyrri voru góðar og við vissum að við yrðum ofan á í seinni hálfleik. Það var uppleggið og gekk eftir. Það var klaufalega að þær skyldu renna í gegnum okkur og skora þetta mark í fyrri hálfleik.” „Það voru mjög fá færi í þessum leik. Við þurfum að gera betur, tæknilegar. Betri sendingar, betri ákvarðanatökur og það er það sem er til að skapa betri færi. Við fundum ekki réttu leiðina fyrr en of seint í leiknum. Þá skorum við en við eigum að gera betur.” „Mig grunar að það verði fleiri svona jafnir leikir í sumar. Þessir leikir í þessari deild verða jafnir, ég á von á því. Mér sýnist að á mannskapnum og það sem við sáum frá Eyjaliðinu að þetta verði jafnt mót,” sagði Kristján. Besta deild kvenna ÍBV Stjarnan
ÍBV tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar kvenna árið 2022 og skildu liðin jöfn eftir níutíu mínútur, 1-1. Lítið var um færi í upphafi leiks þrátt fyrir ágætis sóknir beggja liða. Fyrsta alvöru marktækifæri leiksins kom eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir, framherji ÍBV, fékk boltann inni í teig Garðbæinga og sendi boltann fyrir markið með vinstri fæti. Þar mætti varamaðurinn Þóra Björg Stefánsdóttir, sem hafði komið inn á snemma leiks, á ferðinni á fjærstöng og skaut boltanum upp í þaknetið. ÍBV komið yfir með fyrsta skoti sínu á markið. Stjörnustúlkur voru lengi í gang í þessum leik en virtust vakna örlítið við mark heimastúlkna og fóru að færa sig framar á völlinn. Rétt eins og í upphafi leiks áttu þær mörg fín áhlaup að marki ÍBV en vantaði upp á gæði í sendingum og hlaupum inn í teig til að ógna marki þeirra hvítklæddu. Þegar inn í hálfleik var komið var staðan 1-0, heimastúlkum í vil. Stjörnustúlkur áttu upphafsspyrnu síðari hálfleiks og virtist sem svo að þeim líkaði vel að vera með boltann en þær voru mun öflugra liðið í síðari hálfleik. Jasmín Erla Ingadóttir fékk upplagt marktækifæri eftir um fimm mínútna leik en hitti boltann ekki nægilega vel og fór hann framhjá stönginni fjær. Áfram héldu þær bláklæddu að þjarma að marki ÍBV og loks brást stíflan þegar um stundarfjórðungur eftir lifði leiks. Ingibjörg Lúcia Ragnarsdóttir fékk þá sendingu frá vinstri frá Betsy Doon Hassett og stýrði boltanum hnitmiðað í hægra hornið. Staðan því orðin jöfn að nýju og nægur tími fyrir bæði lið til að sækja til sigurs. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós það sem eftir lifði leiks en það besta var skot Gyðu Kristínar Gunnarsdóttur undir lok leiksins úr þröngu færi, en boltinn endaði í örmum Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV. Fleiri mörk því ekki skoruð og niðurstaðan 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Af hverju varð jafntefli? ÍBV byrjaði leikinn ívið betur og skoruðu fyrsta mark leiksins. Eftir það komst gestaliðið betur og betur inn í leikinn og fékk Stjarnan hættulegri færin. Þær náðu loks að jafna leikinn og voru líklegri til að bæta við en án árangurs. Hverjar stóðu upp úr? Margar áttu góðan dag í dag. Kristín Erna Sigurlásdóttir var virkilega góð uppi á toppi í Eyjaliðinu. Hélt bolta vel og skilaði vel frá sér. Lykilmaður í sóknarleik ÍBV og lagði upp fyrsta mark leiksins. Vörn ÍBV stóð vaktina vel er Sandra Voitane skemmtileg viðbót við liðið. Í liði gestanna var Jasmín Erla Ingadóttir áberandi í sóknarleiknum. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir skoraði gott mark og Betsy Doon Hassett var góð vinstra megin. Málfríður Erna Sigurðardóttir stýrði vörninni vel. Hvað gekk illa? Það má segja að leikurinn í dag hafi ekki verið draumabyrjun á sumrinu fyrir Sydney Nicole Carr, leikmanns ÍBV, sem varð að yfirgefa völlinn snemma leiks vegna meiðsla. Annars var þetta ágætlega spilaður leikur og þrátt fyrir að hvorugt liðið hafi fengið neinn urmul færa var mikil barátta milli liðanna og leikurinn skemmtilegur. Hvað gerist næst? Eyjastúlkur fá Selfoss í heimsókn eftir viku en Stjarnan tekur á móti KR degi síðar. Jonathan Glenn: Stig á töfluna Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Heimasíða ÍBV „Þetta var týpískur fyrsti leikur,” sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir leik. „Bæði lið hlupu mikið og það voru ekki mikið af dauðafærum í þessum leik. Við stjórnuðum leiknum að hluta til rétt eins og Stjarnan. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Við missum mann af velli í meiðsli snemma leiks og þurftum að aðlaga okkur að nýju. Ég er stoltur af því hvernig við gerðum það. Við skoruðum en því miður gerðu þær það einnig og tóku þannig af okkur tvö stig.” „Eftir markið okkar fannst mér við bakka of mikið frá þeim og gáfum þeim of mikinn tíma á boltann. Í hálfleik ræddum við þetta og við vildum halda línunni ofar til að halda pressu á þeim. Þetta Stjörnulið er gott og við vissum það. Þær eru eldfljótar og sækja hratt eftir að þær vinna boltann. Við reyndum að loka á það með því að fara ekki of ofarlega en á sama tíma ekki bakka of neðarlega. Mínar stelpur þurftu að vera hugrakkar þegar við vorum með boltann. Þegar við náðum boltanum vorum við oft ekki nægilega hreyfanlegar til að geta sent boltann. Við viljum bæta það.” „Þetta var spennandi leikur þó það hafi ekki verið mikið um færi. Það voru stimpingar, læti og tæklingar. Bæði lið sáu til þess. Við nýtum okkur þennan leik í framhaldinu. Þetta er byrjunin og við erum komin með stig á töfluna. Núna er komið að því að sjá hvaða lið eru tilbúin.” Kristján G: Fundum réttu leiðina of seint Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að vera kominn af stað en ekki ánægður með hvernig lið hans byrjaði opnunarleikinn. „Það er gott að vera búinn með fyrsta leik og spila ágætlega á köflum. Við tókum stig og erum komin á blað. Við vorum aðeins of lengi að átta okkur á umhverfinu, vellinum og á því að mótið væri byrjað. Við vorum of lengi að ná okkur til baka eftir markið sem við fengum á okkur. Síðustu fimmtán í fyrri voru góðar og við vissum að við yrðum ofan á í seinni hálfleik. Það var uppleggið og gekk eftir. Það var klaufalega að þær skyldu renna í gegnum okkur og skora þetta mark í fyrri hálfleik.” „Það voru mjög fá færi í þessum leik. Við þurfum að gera betur, tæknilegar. Betri sendingar, betri ákvarðanatökur og það er það sem er til að skapa betri færi. Við fundum ekki réttu leiðina fyrr en of seint í leiknum. Þá skorum við en við eigum að gera betur.” „Mig grunar að það verði fleiri svona jafnir leikir í sumar. Þessir leikir í þessari deild verða jafnir, ég á von á því. Mér sýnist að á mannskapnum og það sem við sáum frá Eyjaliðinu að þetta verði jafnt mót,” sagði Kristján.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti