Milos Milojevic: Væri auðveldara fyrir mig að vera þjálfari í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Milos Milojevic tók við sem aðalþjálfari sænsku meistaranna í Malmö fyrir þetta tímabil. Malmö FF Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga og Breiðabliks, er nú þjálfari Malmö FF í sænsku deildinni og hann er ósáttur með að fá ekki að vera með fleiri leikmenn á bekknum. Aftonbladet slær upp viðtali við Milojevic eftir leik á móti AIK þar sem hann þurfti að skilja stjörnuleikmanninn Sören Rieks eftir fyrir utan hóp. Milos stýrði síðan Malmö til 1-0 sigurs á IKF Gautaborg í gær. Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hammarby sem er með fullt hús. Instagram/Sportbladet „Þetta væri auðveldara ef ég væri þjálfari í Seríu A eða í Serbíu. Þar getur þú verið með 23 leikmenn í leikmannahópnum í hverjum leik. Það er betra því þá getur þú haldið hópnum betur saman,“ sagði Milos Milojevic í viðtali við Aftonbladet. „Ég hafði verið þjálfari í sex mánuði í Serbíu þegar þeir breyttu reglunum. Um leið varð andrúmsloftið í liðinu miklu betra þrátt fyrir að við í þjálfaraliðinu gerðum ekkert. Þú þurftir ekki að skilja einhverja eftir heima eða í stúkunni. Allir fóru saman í leikinn,“ sagði Milos. „Ég vil sjá þessa breytingu í sænsku deildinni en það er sænska sambandið sem ákveður þetta. Mér finnst alla vega að þeir ættu að skoða þetta,“ sagði Milos. „Milos viðurkennir að þessi reglubreytingu myndi hjálpa Malmö sem hefur meiri breidd en flest lið í deildinni. „Ég veit hvernig þetta virkar og aðrir munu segja að þetta sé bara af því að Malmö er með of marga leikmenn og að þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Þetta er því viðkvæmt mál og litlu liðunum finnst alltaf að stóru liðin séu á móti þeim,“ sagði Milos. „Það eru kostir og gallar við allt en ég held að þetta sé gott fyrir öll lið. Í öllum félögum sem ég hef þjálfað þá hef ég alltaf haft meiri en átján leikmenn í hópnum. Þá geta menn líka gefið mönnum úr nítján ára liðunum tækifæri til að vera á bekknum,“ sagði Milos. Sænski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Aftonbladet slær upp viðtali við Milojevic eftir leik á móti AIK þar sem hann þurfti að skilja stjörnuleikmanninn Sören Rieks eftir fyrir utan hóp. Milos stýrði síðan Malmö til 1-0 sigurs á IKF Gautaborg í gær. Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hammarby sem er með fullt hús. Instagram/Sportbladet „Þetta væri auðveldara ef ég væri þjálfari í Seríu A eða í Serbíu. Þar getur þú verið með 23 leikmenn í leikmannahópnum í hverjum leik. Það er betra því þá getur þú haldið hópnum betur saman,“ sagði Milos Milojevic í viðtali við Aftonbladet. „Ég hafði verið þjálfari í sex mánuði í Serbíu þegar þeir breyttu reglunum. Um leið varð andrúmsloftið í liðinu miklu betra þrátt fyrir að við í þjálfaraliðinu gerðum ekkert. Þú þurftir ekki að skilja einhverja eftir heima eða í stúkunni. Allir fóru saman í leikinn,“ sagði Milos. „Ég vil sjá þessa breytingu í sænsku deildinni en það er sænska sambandið sem ákveður þetta. Mér finnst alla vega að þeir ættu að skoða þetta,“ sagði Milos. „Milos viðurkennir að þessi reglubreytingu myndi hjálpa Malmö sem hefur meiri breidd en flest lið í deildinni. „Ég veit hvernig þetta virkar og aðrir munu segja að þetta sé bara af því að Malmö er með of marga leikmenn og að þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Þetta er því viðkvæmt mál og litlu liðunum finnst alltaf að stóru liðin séu á móti þeim,“ sagði Milos. „Það eru kostir og gallar við allt en ég held að þetta sé gott fyrir öll lið. Í öllum félögum sem ég hef þjálfað þá hef ég alltaf haft meiri en átján leikmenn í hópnum. Þá geta menn líka gefið mönnum úr nítján ára liðunum tækifæri til að vera á bekknum,“ sagði Milos.
Sænski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira