Milos Milojevic: Væri auðveldara fyrir mig að vera þjálfari í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Milos Milojevic tók við sem aðalþjálfari sænsku meistaranna í Malmö fyrir þetta tímabil. Malmö FF Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga og Breiðabliks, er nú þjálfari Malmö FF í sænsku deildinni og hann er ósáttur með að fá ekki að vera með fleiri leikmenn á bekknum. Aftonbladet slær upp viðtali við Milojevic eftir leik á móti AIK þar sem hann þurfti að skilja stjörnuleikmanninn Sören Rieks eftir fyrir utan hóp. Milos stýrði síðan Malmö til 1-0 sigurs á IKF Gautaborg í gær. Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hammarby sem er með fullt hús. Instagram/Sportbladet „Þetta væri auðveldara ef ég væri þjálfari í Seríu A eða í Serbíu. Þar getur þú verið með 23 leikmenn í leikmannahópnum í hverjum leik. Það er betra því þá getur þú haldið hópnum betur saman,“ sagði Milos Milojevic í viðtali við Aftonbladet. „Ég hafði verið þjálfari í sex mánuði í Serbíu þegar þeir breyttu reglunum. Um leið varð andrúmsloftið í liðinu miklu betra þrátt fyrir að við í þjálfaraliðinu gerðum ekkert. Þú þurftir ekki að skilja einhverja eftir heima eða í stúkunni. Allir fóru saman í leikinn,“ sagði Milos. „Ég vil sjá þessa breytingu í sænsku deildinni en það er sænska sambandið sem ákveður þetta. Mér finnst alla vega að þeir ættu að skoða þetta,“ sagði Milos. „Milos viðurkennir að þessi reglubreytingu myndi hjálpa Malmö sem hefur meiri breidd en flest lið í deildinni. „Ég veit hvernig þetta virkar og aðrir munu segja að þetta sé bara af því að Malmö er með of marga leikmenn og að þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Þetta er því viðkvæmt mál og litlu liðunum finnst alltaf að stóru liðin séu á móti þeim,“ sagði Milos. „Það eru kostir og gallar við allt en ég held að þetta sé gott fyrir öll lið. Í öllum félögum sem ég hef þjálfað þá hef ég alltaf haft meiri en átján leikmenn í hópnum. Þá geta menn líka gefið mönnum úr nítján ára liðunum tækifæri til að vera á bekknum,“ sagði Milos. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Aftonbladet slær upp viðtali við Milojevic eftir leik á móti AIK þar sem hann þurfti að skilja stjörnuleikmanninn Sören Rieks eftir fyrir utan hóp. Milos stýrði síðan Malmö til 1-0 sigurs á IKF Gautaborg í gær. Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hammarby sem er með fullt hús. Instagram/Sportbladet „Þetta væri auðveldara ef ég væri þjálfari í Seríu A eða í Serbíu. Þar getur þú verið með 23 leikmenn í leikmannahópnum í hverjum leik. Það er betra því þá getur þú haldið hópnum betur saman,“ sagði Milos Milojevic í viðtali við Aftonbladet. „Ég hafði verið þjálfari í sex mánuði í Serbíu þegar þeir breyttu reglunum. Um leið varð andrúmsloftið í liðinu miklu betra þrátt fyrir að við í þjálfaraliðinu gerðum ekkert. Þú þurftir ekki að skilja einhverja eftir heima eða í stúkunni. Allir fóru saman í leikinn,“ sagði Milos. „Ég vil sjá þessa breytingu í sænsku deildinni en það er sænska sambandið sem ákveður þetta. Mér finnst alla vega að þeir ættu að skoða þetta,“ sagði Milos. „Milos viðurkennir að þessi reglubreytingu myndi hjálpa Malmö sem hefur meiri breidd en flest lið í deildinni. „Ég veit hvernig þetta virkar og aðrir munu segja að þetta sé bara af því að Malmö er með of marga leikmenn og að þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Þetta er því viðkvæmt mál og litlu liðunum finnst alltaf að stóru liðin séu á móti þeim,“ sagði Milos. „Það eru kostir og gallar við allt en ég held að þetta sé gott fyrir öll lið. Í öllum félögum sem ég hef þjálfað þá hef ég alltaf haft meiri en átján leikmenn í hópnum. Þá geta menn líka gefið mönnum úr nítján ára liðunum tækifæri til að vera á bekknum,“ sagði Milos.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn