Kom þar saman fríður flokkur hesta og manna en í fylkingarbrjósti riðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á stóðhestinum Eldi frá Torfunesi, Hjörtur Bergstað formaður Fáks, Guðni Halldórrson formaður LH og Sigurbjörn Bárðarson stórknapi og landsliðsþjálfari.
Riðið var frá BSÍ, upp að Hallgrímskirkju þar sem gerð var stutt áning og nokkur lög tekin, ásamt því sem borgarstjóri og formaður LH ávörpuðu hópinn. Þaðan var riðið sem leið lá, niður Skólavörðustíginn, Bankastrætið, um Austurstræti og yfir Austurvöll og endað á því að láta spretta úr spori eftir Tjarnargötunni og í gegn um Hljómskálagarðinn.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir sem Gígja D. Einarsdóttir tók við þetta tilefni.















