Það hefur verið mikil óánægja meðal stuðningsmanna PSG síðustu mánuði, eða allt frá því að liðið datt úr Meistaradeildinni eftir tap gegn Real Madrid. Það hefur verið baulað á leikmenn PSG allar götur síðan og í leiknum gegn Lens í gær var enginn breyting.
Margar af þessum óánægju röddum beinast að Neymar en í leiknum gegn Lens voru mikill læti og baul í stuðningsmönnum í hálfleik þegar leikmenn gengu til búningsherbergja í stöðunni 0-0. Sumir yfirgáfu leikvanginn til að sýna óánægju sína, þrátt fyrir að möguleg bikar afhending væri í leikslok.
Neymar hefur fengið sig fullsaddan á þessum látum og hefur svarað fyrir sig. „Það er óskiljanlegt að hluti stuðningsmanna yfirgaf völlinn í hálfleik,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN eftir leikinn gegn Lens, áður en hann bætti við. „Ég er með samning við Paris Saint-Germain. Ég verð hérna í a.m.k. þrjú ár í viðbót svo hættið að baula áður en þið verið súrefnislaus.“