„Það er verið að ræna þjóðareign“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 23. apríl 2022 20:28 Erpur Eyvindarson og Ágúst Bent á mótmælunum í dag. Stöð 2 Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. „Mótmælendum hefur fjölgað um helming í bæði skiptin. Þetta er í þriðja skiptið sem við hittumst hérna. Og það hefur farið ört vaxandi í hvert skipti. Fjölmennust núna í dag. Fleiri þúsund manns,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna, í samtali við fréttastofu. Og það er hugur í mótmælendum. Fundurinn í dag var alls ekki sá síðasti. „Alls ekki. Ekki eins og þú heyrðir á fólkinu, það vill hittast hérna aftur. Það er gríðarleg óánægja meðal almennings út af þessari bankasölu og bara spillingunni sem hún afhjúpar.“ Hallgerður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna.Stöð 2 Almenningur ósáttur með söluna Almenningur hefur sitt um málið að segja og er mikill meirihluti landsmanna ósáttur með söluna. „Ég fyrir það fyrsta deili ekki þeim trúarbrögðum að ríkið megi ekki eiga banka. Í öðru lagi að ef að það á að selja slíka eign er lágmark að það verði gert fyrir hámarksvirði. Og þetta ferli stenst bara enga skoðun,“ sagði Hjálmar Theodórsson, einn mótmælenda. Þrír fluttu ræður við mótmælin en nokkurs konar útihátíðarbragur myndaðist í góða veðrinu þar sem fólk fékk sér kaffi inni í tjaldi og hlýddi jafnvel á tónlistarflutning við upphaf og lok mótmælanna. „Við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla“ Rapphljómsveitin XXX Rottweilerhundar voru mættir til að loka mótmælafundinum en meðlimir hennar hafa í gegn um tíðina verið ansi pólitískir í list sinni. „Þetta er ekki þeirra eign. Það er verið að ræna þjóðareign. Það er sama hvort þetta sé kvótinn eða bankarnir, þetta „concept“ að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann. Það er komið svo fokking nóg af því,“ sagði Erpur Eyvindarson, einn meðlima XXX Rottweilerhunda. „Mér finnst Bjarni Ben vera sætur og nettur og sjarmerandi en við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla,“ bætti Ágúst Bent, annar meðlimur hljómsveitarinnar við. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Mótmælendum hefur fjölgað um helming í bæði skiptin. Þetta er í þriðja skiptið sem við hittumst hérna. Og það hefur farið ört vaxandi í hvert skipti. Fjölmennust núna í dag. Fleiri þúsund manns,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna, í samtali við fréttastofu. Og það er hugur í mótmælendum. Fundurinn í dag var alls ekki sá síðasti. „Alls ekki. Ekki eins og þú heyrðir á fólkinu, það vill hittast hérna aftur. Það er gríðarleg óánægja meðal almennings út af þessari bankasölu og bara spillingunni sem hún afhjúpar.“ Hallgerður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna.Stöð 2 Almenningur ósáttur með söluna Almenningur hefur sitt um málið að segja og er mikill meirihluti landsmanna ósáttur með söluna. „Ég fyrir það fyrsta deili ekki þeim trúarbrögðum að ríkið megi ekki eiga banka. Í öðru lagi að ef að það á að selja slíka eign er lágmark að það verði gert fyrir hámarksvirði. Og þetta ferli stenst bara enga skoðun,“ sagði Hjálmar Theodórsson, einn mótmælenda. Þrír fluttu ræður við mótmælin en nokkurs konar útihátíðarbragur myndaðist í góða veðrinu þar sem fólk fékk sér kaffi inni í tjaldi og hlýddi jafnvel á tónlistarflutning við upphaf og lok mótmælanna. „Við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla“ Rapphljómsveitin XXX Rottweilerhundar voru mættir til að loka mótmælafundinum en meðlimir hennar hafa í gegn um tíðina verið ansi pólitískir í list sinni. „Þetta er ekki þeirra eign. Það er verið að ræna þjóðareign. Það er sama hvort þetta sé kvótinn eða bankarnir, þetta „concept“ að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann. Það er komið svo fokking nóg af því,“ sagði Erpur Eyvindarson, einn meðlima XXX Rottweilerhunda. „Mér finnst Bjarni Ben vera sætur og nettur og sjarmerandi en við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla,“ bætti Ágúst Bent, annar meðlimur hljómsveitarinnar við.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39