Aguero, Drogba og Scholes á meðal sex nýrra leikmanna sem vígðir eru í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 23. apríl 2022 11:46 Tilkynnt var í síðasta mánuði að Patrick Vieira og Wayne Rooney yrðu vígðir inn í frægðarhöllina og tóku þeir við verðlaunum sínum á fimmtudaginn ásamt Vincent Kompany og Ian Wright. Frá vinstri, Kompany, Vieira, Wright og Rooney ásamt Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar. Getty Images Sergio Aguero, Didier Drogba, Paul Scholes, Ian Wright, Peter Schmeichel og Vincent Kompany voru allir vígðir inn í frægðarhöll (e. hall of fame) ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn fimmtudag. Leikmennirnir sex voru valdir af dómnefnd úrvalsdeildarinnar í bland við kosningu almennings. Frægðarhöllin verðlaunar þá leikmenn sem hafa skarað fram úr síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Viðurkenningin er sú æðsta sem úrvalsdeildin veitir leikmönnum, segir í tilkynningu frá deildinni. Sergio Aguero Sergio Aguero er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir Manchester City. Aguero kom til Englands tímabilið 2011/12 en hann lauk því tímabili með því að skora eitt sögufrægasta mark deildarinnar, sigurmarkið gegn QPR sem færði Manchester City sinn fyrsta úrvalsdeildartitill. Didier Drogba Didier Drogba gat skorað mörk í öllum regnbogans litum. Drogba vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður tímabilsins í tvígang. Drogba steig alltaf upp í stóru leikjunum en framherjinn skoraði alls 104 mörk í 254 leikjum í úrvalsdeildinni. Paul Scholes Paul Scholes vann úrvalsdeildina 11 sinnum með Manchester United en hann er af mörgum talin einn besti miðjumaður sem nokkurn tíman hefur spilað í deildinni. Scholes skoraði 107 mörk ásamt því að leggja upp önnur 55 í 499 úrvalsdeildar leikjum. Ian Wright Ian Wright kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 og var marahæsti leikmaður liðsins sex tímabil í röð. Wright varð síðar markahæsti leikmaður í sögu Arsenal áður en Thierry Henry bætti það met. Wright skoraði 113 mörk í 213 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Peter Schmeichel Peter Schmeichel er fyrsti markvörðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina. Schmeichel vann fimm úrvalsdeildartitla á einungis sjö tímabilum með Manchester United. Danski markvörðurinn hélt marki sínu hreinu 128 sinnum í 310 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er einnig eini markvörðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar þegar hann fékk þau afhent eftir tímabilið 1995/96. Vincent Kompany Vincent Kompany var fenginn til Manchester City árið 2008 og spilaði hann lykilhlutverk í að umbreyta liðinu í það sem það er orðið í dag. Kompany vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með City og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2011/12. City hélt marki sínu hreinu 94 sinnum í þeim 265 leikjum sem Kompany spilaði. Til að verða gjaldgengur í frægðarhöllina þá verður leikmaðurinn að hafa lagt skónna á hilluna fyrir áramót sama árs. Leikmennirnir sex bætast nú við þá 12 leikmenn sem var nú þegar búið að vígja inn í frægðarhöllina en verðlaunin voru fyrst veitt á síðasta ári. Leikmennirnir fá allir medalíu ásamt 10.000 punda framlag í góðgerðarmál af þeirra vali. Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Leikmennirnir sex voru valdir af dómnefnd úrvalsdeildarinnar í bland við kosningu almennings. Frægðarhöllin verðlaunar þá leikmenn sem hafa skarað fram úr síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Viðurkenningin er sú æðsta sem úrvalsdeildin veitir leikmönnum, segir í tilkynningu frá deildinni. Sergio Aguero Sergio Aguero er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir Manchester City. Aguero kom til Englands tímabilið 2011/12 en hann lauk því tímabili með því að skora eitt sögufrægasta mark deildarinnar, sigurmarkið gegn QPR sem færði Manchester City sinn fyrsta úrvalsdeildartitill. Didier Drogba Didier Drogba gat skorað mörk í öllum regnbogans litum. Drogba vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður tímabilsins í tvígang. Drogba steig alltaf upp í stóru leikjunum en framherjinn skoraði alls 104 mörk í 254 leikjum í úrvalsdeildinni. Paul Scholes Paul Scholes vann úrvalsdeildina 11 sinnum með Manchester United en hann er af mörgum talin einn besti miðjumaður sem nokkurn tíman hefur spilað í deildinni. Scholes skoraði 107 mörk ásamt því að leggja upp önnur 55 í 499 úrvalsdeildar leikjum. Ian Wright Ian Wright kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 og var marahæsti leikmaður liðsins sex tímabil í röð. Wright varð síðar markahæsti leikmaður í sögu Arsenal áður en Thierry Henry bætti það met. Wright skoraði 113 mörk í 213 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Peter Schmeichel Peter Schmeichel er fyrsti markvörðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina. Schmeichel vann fimm úrvalsdeildartitla á einungis sjö tímabilum með Manchester United. Danski markvörðurinn hélt marki sínu hreinu 128 sinnum í 310 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er einnig eini markvörðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar þegar hann fékk þau afhent eftir tímabilið 1995/96. Vincent Kompany Vincent Kompany var fenginn til Manchester City árið 2008 og spilaði hann lykilhlutverk í að umbreyta liðinu í það sem það er orðið í dag. Kompany vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með City og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2011/12. City hélt marki sínu hreinu 94 sinnum í þeim 265 leikjum sem Kompany spilaði. Til að verða gjaldgengur í frægðarhöllina þá verður leikmaðurinn að hafa lagt skónna á hilluna fyrir áramót sama árs. Leikmennirnir sex bætast nú við þá 12 leikmenn sem var nú þegar búið að vígja inn í frægðarhöllina en verðlaunin voru fyrst veitt á síðasta ári. Leikmennirnir fá allir medalíu ásamt 10.000 punda framlag í góðgerðarmál af þeirra vali.
Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira