Keppni í Bestu deild kvenna hefst á þriðjudaginn með tveimur leikjum. Stjarnan sækir þá ÍBV heim á meðan Íslandsmeistarar Vals fá Þrótt í heimsókn.
Í upphitunarþætti Bestu markanna var spá sérfræðinga þáttarins opinberuð. Þá var rætt við þjálfara allra tíu liðanna í deildinni.
Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir voru Helenu til halds og trausts í upphitunarþættinum. Auk þeirra eru Margrét Lára Viðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Lilja Dögg Valþórsdóttir sérfræðingar Bestu markanna í sumar.
Upphitunarþátt bestu markanna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo sjá hvenær fjallað er um hvert lið.
- Keflavík 1:49
- KR 8:29
- Afturelding 14:45
- Þór/KA 20:35
- ÍBV 25:15
- Þróttur 32:49
- Selfoss 37:30
- Stjarnan 43:00
- Breiðablik 47:31
- Valur 54:00