„Gjammaði í eyrað“ á Tyson sem fékk nóg og lét hnefana tala Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 10:47 Mike Tyson er af mörgum talinn einn besti boxari allra tíma. Stephen Flood/The Express-Times via AP Mike Tyson, sem af mörgum er álitinn einn besti boxari allra tíma, varð uppvís að því að kýla ítrekað farþega í flugvél sem var í þann mund að leggja af stað frá San Francisco til Flórída í vikunni. Maðurinn ku hafa verið afar ölvaður og er sagður hafa áreitt Tyson ítrekað áður en barsmíðarnar hófust. Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fréttum af lífi hinna ríku og frægu í Hollywood. TMZ hefur eftir farþega í vélinni að meðan fólk kom sér fyrir í sætum sínum hafi Tyson einfaldlega setið í sæti sínu, pollrólegur. Maðurinn sem síðar hafi fengið að finna fyrir höggþunga hnefaleikakappans hafi fengið mynd af sér með Tyson, og síðan ítrekað reynt að halda uppi samræðum við hann. Maðurinn sem um ræðir sat í sætinu fyrir framan Tyson. Tyson á að endingu að hafa fengið nóg af manninum, og beðið hann um að slaka aðeins á. Það hafi maðurinn ekki gert og haldið áfram að „gjamma í eyrað“ á Tyson, sem þá hafi verið nóg boðið. Í kjölfarið hafi Tyson hallað sér yfir sæti mannsins og byrjað að kýla hann ítrekað í andlitið. WATCH: Mike Tyson beats up annoying passenger messing with him on an airplane ( via @TMZ_Sports)#MikeTyson #Fight #Viral pic.twitter.com/Q5Ca4GQRef— Frontkick.online (@FrontkickOnline) April 21, 2022 Lögregla skoðar myndband af árásinni Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á netinu. Það má sjá hér að ofan. Þar sést hvar farþeginn sem varð fyrir barðinu á „Iron Mike,“ eða „Mikki úr járni,“ eins og það myndi útlistast á íslensku, er blóðugur á enninu. Tyson er sagður hafa gengið út úr flugvélinni eftir árásina. Maðurinn sem hann réðst á fékk aðhlynningu lækna og er síðan sagður hafa haft samband við lögreglu. TMZ hefur það eftir lögreglu í San Francisco að tveir einstaklingar sem taldir eru tengjast málinu hafi verið handteknir. Þó hafi sá sem ráðist var á gefið „lágmarksvitnisburð um málið og neitað að vinna frekar með lögreglu við rannsókn málsins.“ Lögregla segir einnig að myndbandið af árásinni sé nú til skoðunar hjá lögreglustjóranum í San Mateo-sýslu í Kaliforníu. Box Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fréttum af lífi hinna ríku og frægu í Hollywood. TMZ hefur eftir farþega í vélinni að meðan fólk kom sér fyrir í sætum sínum hafi Tyson einfaldlega setið í sæti sínu, pollrólegur. Maðurinn sem síðar hafi fengið að finna fyrir höggþunga hnefaleikakappans hafi fengið mynd af sér með Tyson, og síðan ítrekað reynt að halda uppi samræðum við hann. Maðurinn sem um ræðir sat í sætinu fyrir framan Tyson. Tyson á að endingu að hafa fengið nóg af manninum, og beðið hann um að slaka aðeins á. Það hafi maðurinn ekki gert og haldið áfram að „gjamma í eyrað“ á Tyson, sem þá hafi verið nóg boðið. Í kjölfarið hafi Tyson hallað sér yfir sæti mannsins og byrjað að kýla hann ítrekað í andlitið. WATCH: Mike Tyson beats up annoying passenger messing with him on an airplane ( via @TMZ_Sports)#MikeTyson #Fight #Viral pic.twitter.com/Q5Ca4GQRef— Frontkick.online (@FrontkickOnline) April 21, 2022 Lögregla skoðar myndband af árásinni Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á netinu. Það má sjá hér að ofan. Þar sést hvar farþeginn sem varð fyrir barðinu á „Iron Mike,“ eða „Mikki úr járni,“ eins og það myndi útlistast á íslensku, er blóðugur á enninu. Tyson er sagður hafa gengið út úr flugvélinni eftir árásina. Maðurinn sem hann réðst á fékk aðhlynningu lækna og er síðan sagður hafa haft samband við lögreglu. TMZ hefur það eftir lögreglu í San Francisco að tveir einstaklingar sem taldir eru tengjast málinu hafi verið handteknir. Þó hafi sá sem ráðist var á gefið „lágmarksvitnisburð um málið og neitað að vinna frekar með lögreglu við rannsókn málsins.“ Lögregla segir einnig að myndbandið af árásinni sé nú til skoðunar hjá lögreglustjóranum í San Mateo-sýslu í Kaliforníu.
Box Hollywood Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira