Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Fanndís Birna Logadóttir og Árni Sæberg skrifa 21. apríl 2022 21:45 Af gervihnattamyndum að dæma skiptist fjöldagröfin upp í fjóra hluta, hver þeirra um 85 metrar að lengd. AP/Maxar Technologies Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Í færslu á Telegram hefur borgarráðið í Mariupol það eftir borgarstjóranum að Pútín sé nú að tortíma Úkraínumönnum líkt og Hitler gerði við gyðinga og fleiri í seinni heimsstyrjöldinni. „Þetta krefst sterkra viðbragða frá öllum heiminum. Við þurfum að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol. NEW: Satellite imagery reveals a mass grave site about 12 miles west of Ukraine's besieged city of Mariupol. Russian soldiers have been reportedly taking the bodies of people killed in Mariupol to this site in Manhush, Ukraine that contains more than 200 graves. :@Maxar pic.twitter.com/SgHlwSXZsj— Jack Detsch (@JackDetsch) April 21, 2022 Pyotr Andyushchenko, aðstoðarmaður borgarstjóra Mariupol, segir að um sé að ræða stórar grafir en samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafði fengið frá borgurum hafi Rússar skipað borgurum að flytja mörg þúsund lík á staðinn. Gervihnattamyndir sem birtar voru í dag sýna stóra fjöldagröf á svæðinu en að því er kemur fram í frétt New York Times virðist fjöldagröfin skiptast í 300 grafir og virðast þær hafa verið grafnar á tveggja vikna tímabili milli mars og apríl. Líklega væri mest megnis um að ræða almenna borgara þar sem úkraínski herinn hefur unnið að því að sækja lík hermanna. Þá væri fjöldagröfin það stór að líklega hafi hún verið gerð fyrir Mariupol en ekki Manhush. Segjast hafa náð stjórn í Mariupol Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram og fer staðan sífellt versnandi í Mariupol. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að um 120 þúsund almennir borgarar væru fastir í borginni. Iryna Vereshchuk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir það ganga mjög hægt að koma fólki úr borginni. Sergei Shoigu, varnamálaráðherra Rússlands, sagði í yfirlýsingu í morgun að Rússar hafi náð Mariupol. Ástandið væri rólegt og verið væri að greiða brautina fyrir endurkomu óbreyttra borgara. Hann fullyrti enn fremur að tæplega fimmtán hundruð úkraínskir hermenn hafi þegar gefist upp í Mariupol. Vladímír Pútín Rússlandsforseti óskaði varnamálaráðherranum til hamingju með gott gengi í borginni. Pútín fyrirskipaði hersveitum sínum að stöðva innrás í Azovstal-verksmiðjuna, þar sem um eitt þúsund almennir borgarar hafa leitað skjóls, í morgun og sagði hermönnum að umkringja verksmiðjuna í staðinn. Umsátrið ætti að vera svo þétt að ekki einu sinni fluga gæti komist í gegn. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í dag að óljóst væri hvort fullyrðingar Rússa um yfirráð þeirra í Maríupol héldu vatni. Þá hvatti hann Rússlandsforseta til að tryggja að almennir borgarar kæmust frá borginni. „Í fyrsta lagi leikur vafi á því hvort hann ráði yfir Maríupól. Eitt vitum við með vissu um Maríupól. Honum ber að opna mannúðarhlið svo fólk sem dvelst í stálverinu og víðar sem er grafið undir rústum að komast út. Það myndi sérhver þjóðhöfðingi gera við slíkar kringumstæður. Engar vísbendingar sýna enn að Maríupól sé alfarið fallin,“ sagði Biden. Forsetinn tilkynnti jafnframt að Bandaríkin muni halda áfram hernaðaraðstoð sinni við Úkraínumenn. Þau muni verja átta hundruð milljónum dollara í hergögn sem send verða á átakasvæði í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. 20. apríl 2022 06:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Í færslu á Telegram hefur borgarráðið í Mariupol það eftir borgarstjóranum að Pútín sé nú að tortíma Úkraínumönnum líkt og Hitler gerði við gyðinga og fleiri í seinni heimsstyrjöldinni. „Þetta krefst sterkra viðbragða frá öllum heiminum. Við þurfum að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol. NEW: Satellite imagery reveals a mass grave site about 12 miles west of Ukraine's besieged city of Mariupol. Russian soldiers have been reportedly taking the bodies of people killed in Mariupol to this site in Manhush, Ukraine that contains more than 200 graves. :@Maxar pic.twitter.com/SgHlwSXZsj— Jack Detsch (@JackDetsch) April 21, 2022 Pyotr Andyushchenko, aðstoðarmaður borgarstjóra Mariupol, segir að um sé að ræða stórar grafir en samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafði fengið frá borgurum hafi Rússar skipað borgurum að flytja mörg þúsund lík á staðinn. Gervihnattamyndir sem birtar voru í dag sýna stóra fjöldagröf á svæðinu en að því er kemur fram í frétt New York Times virðist fjöldagröfin skiptast í 300 grafir og virðast þær hafa verið grafnar á tveggja vikna tímabili milli mars og apríl. Líklega væri mest megnis um að ræða almenna borgara þar sem úkraínski herinn hefur unnið að því að sækja lík hermanna. Þá væri fjöldagröfin það stór að líklega hafi hún verið gerð fyrir Mariupol en ekki Manhush. Segjast hafa náð stjórn í Mariupol Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram og fer staðan sífellt versnandi í Mariupol. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að um 120 þúsund almennir borgarar væru fastir í borginni. Iryna Vereshchuk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir það ganga mjög hægt að koma fólki úr borginni. Sergei Shoigu, varnamálaráðherra Rússlands, sagði í yfirlýsingu í morgun að Rússar hafi náð Mariupol. Ástandið væri rólegt og verið væri að greiða brautina fyrir endurkomu óbreyttra borgara. Hann fullyrti enn fremur að tæplega fimmtán hundruð úkraínskir hermenn hafi þegar gefist upp í Mariupol. Vladímír Pútín Rússlandsforseti óskaði varnamálaráðherranum til hamingju með gott gengi í borginni. Pútín fyrirskipaði hersveitum sínum að stöðva innrás í Azovstal-verksmiðjuna, þar sem um eitt þúsund almennir borgarar hafa leitað skjóls, í morgun og sagði hermönnum að umkringja verksmiðjuna í staðinn. Umsátrið ætti að vera svo þétt að ekki einu sinni fluga gæti komist í gegn. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í dag að óljóst væri hvort fullyrðingar Rússa um yfirráð þeirra í Maríupol héldu vatni. Þá hvatti hann Rússlandsforseta til að tryggja að almennir borgarar kæmust frá borginni. „Í fyrsta lagi leikur vafi á því hvort hann ráði yfir Maríupól. Eitt vitum við með vissu um Maríupól. Honum ber að opna mannúðarhlið svo fólk sem dvelst í stálverinu og víðar sem er grafið undir rústum að komast út. Það myndi sérhver þjóðhöfðingi gera við slíkar kringumstæður. Engar vísbendingar sýna enn að Maríupól sé alfarið fallin,“ sagði Biden. Forsetinn tilkynnti jafnframt að Bandaríkin muni halda áfram hernaðaraðstoð sinni við Úkraínumenn. Þau muni verja átta hundruð milljónum dollara í hergögn sem send verða á átakasvæði í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. 20. apríl 2022 06:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. 20. apríl 2022 06:55