Club Brugge notar QR-kóða gegn kynþáttafordómum Atli Arason skrifar 21. apríl 2022 10:00 Jan Breydel leikvangurinn rúmar alls 29.062 áhorfendur. Getty Images Belgíska félagsliðið Club Brugge ætlar að fara nýjar leiðir í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Félagið hefur prentað út rúmlega 24.000 QR-kóða sem verða límdir aftan á sæti á heimavelli félagsins, Jan Breydel vellinum. „Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou. Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
„Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou.
Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira