Ætlar í hungurverkfall fyrir mikilvægasta leik tímabilsins Atli Arason skrifar 20. apríl 2022 18:01 Mark McGhee er knattspyrnustjóri Dundee FC Getty Images Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC, hefur gripið flestar fyrirsagnir bresku blaðanna síðasta sólarhring vegna afar óhefðbundins undirbúnings síns fyrir næsta leik liðsins. McGhee ætlar bæði að ofkæla og svelta sig fram til laugardags. Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC. Skoski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC.
Skoski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira