Ætlar í hungurverkfall fyrir mikilvægasta leik tímabilsins Atli Arason skrifar 20. apríl 2022 18:01 Mark McGhee er knattspyrnustjóri Dundee FC Getty Images Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC, hefur gripið flestar fyrirsagnir bresku blaðanna síðasta sólarhring vegna afar óhefðbundins undirbúnings síns fyrir næsta leik liðsins. McGhee ætlar bæði að ofkæla og svelta sig fram til laugardags. Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC. Skoski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC.
Skoski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira