Lífið

„Ég er að springa úr gleði“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Ruza Miljevic var gestur í hlaðvarpinu Jákastið.
Eva Ruza Miljevic var gestur í hlaðvarpinu Jákastið. Vísir/Vilhelm

„Ég ákvað fyrir rosalega löngu síðan að ég ætlaði aldrei að gera neitt sem mér finnst leiðinlegt að gera,“ segir skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic. 

„Ég held að það sé svolítið það sem drífur mig áfram.“

Eva Ruza var gestur í Jákastinu, hlaðvarpi Kristjáns Hafþórssonar. Jákastið er hlaðvarp þar sem hlustendur kynnast jákvæðum og drífandi einstaklingum enn betur. Jákastið á að veita innblástur, gleði og hugrekki. Hún ákvað snemma að ætla að verða fræg og hefur svo sannarlega gert draumana að veruleika. 

„Ég finn svo mikið þennan eld inni í mér, eins og ég sé að springa,“ segir Eva um sköpunargleðina í starfi þessa stundina. 

„Ég er að springa úr gleði og mér finnst allt svo skemmtilegt.“

Eva Ruza hefur rekið blómabúð ásamt móður sinni í mörg ár en var nýlega að breyta til og ætlar að einbeita sér að skemmtanabransanum og fjölskyldunni. 

„Það er svo geggjuð tilfinning að finna þessa tilfinningu,“ útskýrir Eva.

„Maður þarf að þrífast á því að hafa mikið að gera til að höndla að hafa mikið að gera.“

Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar Eva meðal annars um sálufélagann, sambandið við Hjálmar, fósturmissinn, áfengislausa lífsstílinn, Snapchat, þakklæti og margt fleira.


Tengdar fréttir

„Í rúm fimm­tán ár lét ég nánast eins og þetta hefði ekki skeð“

„Ég er mikill jákvæðnismaður að eðlisfari. En lífið er ekki annaðhvort svart eða hvítt og auðvitað verðum við að vera umburðarlynd við sjálf okkur þegar við dettum í einhvern neikvæðnisgír eða hlutirnir eru erfiðir. En þá skiptir máli hvernig maður nálgast erfiðleikana,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, Mannauðsstjóri SaltPay og varaformaður Krafts.

Væri helst til í að pakka dótturinni inn í bóluplast

„Ætli maður hafi ekki verið hræddur við viðbrögðin, en svo hefur maður aldrei fundið fyrir fordómum,“ segir Sindri Sindrason fjölmiðlamaður, en hann kom út úr skápnum fyrir 24 árum síðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.