Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. apríl 2022 23:01 Ralf Rangnick var niðurlútur eftir 4-0 tap Manchester United gegn Liverpool í kvöld. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir. „Ég er ekki viss um að einhver önnur uppstilling í upphafi leiks hefði breytt nokkru,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur, það var ekki hluti af planinu að vera svona hátt uppi á vellinum og fá á okkur mark úr skyndisókn eftir fimm mínútur. Það breytti leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við bara ekki nógu góðir.“ „Við unnum aldrei fyrsta eða annan boltann og við vorum næstbestir í öllum þáttum leiksins sem skipta máli. Við breyttum taktíkinni aðeins í síðari hálfleik og vorum betri fyrstu 25 mínúturnar. Við náðum að pressa vel og áttum tvö eða þrjú góð augnablik, en þriðja markið drap leikinn.“ Þriðja mark Liverpool skoraði Sadio Mané úr sókn sem hófst á því að Andy Robertson komst inn í sendingu frá Victor Lindelöf. „Þriðja markið kemur eftir sendingu sem við eigum ekki að vera að taka. Við erum að bjóða upp á pressuna. Tólf metra sending á Anthony Elanga sem er leikmaður sem vill fá boltann á bakvið vörnina. Við bjóðum þeim upp á þetta og sex sekúndum seinna er boltinn í netinu.“ Rangnick viðurkenndi svo að lokum að Liverpool-liðið væri langt á undan United. „Þetta er vandræðalegt, svekkjandi og jafnvel niðurlægjandi. Við verðum að sætta okkur við það að þeir eru sex árum á undan okkur núna. Þegar Jürgen Klopp tók við þá breyttist klúbburinn og hann lyfti ekki bara liðinu, heldur félaginu og borginni, upp á hærra plan. Það er það sem þarf að gerast hjá okkur í næstu félagsskiptagluggum,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
„Ég er ekki viss um að einhver önnur uppstilling í upphafi leiks hefði breytt nokkru,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur, það var ekki hluti af planinu að vera svona hátt uppi á vellinum og fá á okkur mark úr skyndisókn eftir fimm mínútur. Það breytti leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við bara ekki nógu góðir.“ „Við unnum aldrei fyrsta eða annan boltann og við vorum næstbestir í öllum þáttum leiksins sem skipta máli. Við breyttum taktíkinni aðeins í síðari hálfleik og vorum betri fyrstu 25 mínúturnar. Við náðum að pressa vel og áttum tvö eða þrjú góð augnablik, en þriðja markið drap leikinn.“ Þriðja mark Liverpool skoraði Sadio Mané úr sókn sem hófst á því að Andy Robertson komst inn í sendingu frá Victor Lindelöf. „Þriðja markið kemur eftir sendingu sem við eigum ekki að vera að taka. Við erum að bjóða upp á pressuna. Tólf metra sending á Anthony Elanga sem er leikmaður sem vill fá boltann á bakvið vörnina. Við bjóðum þeim upp á þetta og sex sekúndum seinna er boltinn í netinu.“ Rangnick viðurkenndi svo að lokum að Liverpool-liðið væri langt á undan United. „Þetta er vandræðalegt, svekkjandi og jafnvel niðurlægjandi. Við verðum að sætta okkur við það að þeir eru sex árum á undan okkur núna. Þegar Jürgen Klopp tók við þá breyttist klúbburinn og hann lyfti ekki bara liðinu, heldur félaginu og borginni, upp á hærra plan. Það er það sem þarf að gerast hjá okkur í næstu félagsskiptagluggum,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira