Dómari nam grímuskyldu úr gildi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. apríl 2022 08:28 Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna vildi framlengja grímuskyldu til 3. maí. AP Photo/Ted S. Warren Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum. Grímuskylda hefur verið í gildi í flug- og almenningssamgöngum í Bandaríkjunum. Upprunalega átti grímuskyldan að renna út í gær en sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna hafði óskað eftir því að hún yrði framlengd til 3. maí á meðan stofnunin kannaði áhrif BA.2 afbrigðis ómíkronafbrigðsins. Málið kom til kasta alríkisdómstóls í Flórída sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í ákvörðun dómarans Kathryn Kimball Mizell, sem skipuð var í embætti í forsetatíð Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir að Sóttvarnarstofnuninni hafi ekki tekist að sýna fram á réttmæti grímuskyldunnar. Niðurstaða dómarans þýðir að flugfélögum, flugvöllum og öðrum samgöngufyrirtækjum er í sjálfsvald sett að taka ákvörðun um hvort grímuskylda sé í gildi hjá viðkomandi fyrirtækjum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í almenningssamgöngum.AP Photo/Nam Y. Huh. Stærstu flugfélög Bandaríkjanna brugðust við úrskurði dómarans með að tilkynna að notkun gríma hjá flugfélögunum væri valkvæð. Samgönguyfirvöld í New York borg hafa hins vegar ákveðið að viðhalda grímuskyldu í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Talsmaður Hvíta hússins segir ákvörðunina vonbrigði og benti á að Sóttvarnarstofnunin mæli enn með grímunotkun í almenningssamgöngum. Síðustu sjö daga hafa um fjörutíu þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi að meðaltali í Bandaríkjunum. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Grímuskylda hefur verið í gildi í flug- og almenningssamgöngum í Bandaríkjunum. Upprunalega átti grímuskyldan að renna út í gær en sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna hafði óskað eftir því að hún yrði framlengd til 3. maí á meðan stofnunin kannaði áhrif BA.2 afbrigðis ómíkronafbrigðsins. Málið kom til kasta alríkisdómstóls í Flórída sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í ákvörðun dómarans Kathryn Kimball Mizell, sem skipuð var í embætti í forsetatíð Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir að Sóttvarnarstofnuninni hafi ekki tekist að sýna fram á réttmæti grímuskyldunnar. Niðurstaða dómarans þýðir að flugfélögum, flugvöllum og öðrum samgöngufyrirtækjum er í sjálfsvald sett að taka ákvörðun um hvort grímuskylda sé í gildi hjá viðkomandi fyrirtækjum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í almenningssamgöngum.AP Photo/Nam Y. Huh. Stærstu flugfélög Bandaríkjanna brugðust við úrskurði dómarans með að tilkynna að notkun gríma hjá flugfélögunum væri valkvæð. Samgönguyfirvöld í New York borg hafa hins vegar ákveðið að viðhalda grímuskyldu í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Talsmaður Hvíta hússins segir ákvörðunina vonbrigði og benti á að Sóttvarnarstofnunin mæli enn með grímunotkun í almenningssamgöngum. Síðustu sjö daga hafa um fjörutíu þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi að meðaltali í Bandaríkjunum.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira