Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Stuðningsfólk Man Utd vonar að Ralf hafi rétt fyrir sér. EPA-EFE/TIM KEETON Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira