Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Snorri Másson skrifar 18. apríl 2022 21:30 Rasmus Paludan er danskur lögfræðingur sem hefur barist gegn innflytjendum á Norðurlöndum á hinum pólitíska vettvangi. Flokkur hans, Stram kurs, hefur þó ekki náð inn á danska þingið. Nú hefur hann velt af stað miklum óeirðum í Svíþjóð. News Øresund - Johan Wessman © News Øresund - Johan Wessman (CC Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. Í myndbandinu hér að ofan sjást óeirðirnar. Ekki alvanaleg sjón að sjá í Svíþjóð; brennandi skóli, alelda lögreglubílar og stórir hópar óeirðarseggja sem kasta grjóti í yfirvaldið. Og þó, það hefur svo sem alveg komið áður til átaka á milli okkar og þeirra, segir sænski ríkislögreglustjórinn, en þetta er eitthvað allt annað. Hvað veldur? Það er ekki fjarri lagi að eigna þessum hérna manni, hinum dansk-sænska Rasmusi Paladan, þann vafasama heiður að eiga upptökin að óeirðunum. Rasmus er leiðtogi róttæks dansks hægriflokks, Stram Kurs, sem hefur óbeit á innflytjendum. Rasmus skipulagði fyrir nokkrum dögum fund í Linkoping, þar sem hann brenndi eintak af Kóraninum. Þetta vakti, eins og Rasmus vissi, ofsafengin viðbrögð hópa sem telja sig svívirta af þeim helgispjöllum. Ekki mótmæli heldur frekar árás á lögreglu Sú mynd sem Paladan vill kynda undir er að sögn stjórnmálafræðings sú að lögregla hafi ekki stjórn á glæpagengjum sem samanstanda af innflytjendum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir kennir stjórnmálafræði við háskólann í Malmö.Háskólinn í Malmö „Ég hugsa að hann Rasmus Paladan sé bara að kynda undir þessa mynd af Svíþjóð í erlendum fjölmiðlum; við sem búum hér sjáum aðra mynd,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hún er búsett í Svíþjóð og kennir í Malmö. Þeir sem sækja að lögreglu eru að mati lögreglunnar gengjameðlimir sem sæta lagi, en þeir eru ekki að mótmæla pólitísku ástandi. „Ég held í þessu tilviki vilji þeir raunar ekki neitt,“ segir Gunnhildur. „Ef þetta eru, eins og lögreglan telur, gengjameðlimir, þá er þetta bara illska í garð lögreglunnar og yfirvalda. Þeir sem taka þátt í þessu eru í raun og veru ekki að mótmæla neinu sérstöku; þeir eru bara að mótmæla sinni stöðu í samfélaginu.“ Lögreglumál eru að sögn stjórnmálafræðingsins sannarlega á dagskrá komandi þingkosninga í Svíþjóð í haust. „Auðvitað er fólk sjokkerað að lögreglan verði fyrir þessu aðkasti. Fólk túlkar þetta ólíkt eftir því í hvaða flokki fólki er; fylgismenn Svíþjóðardemókratanna kannski túlka þetta á annan hátt til dæmis, þar sem þetta eru hverfi fyrst og fremst með innflytjendum,“ segir Gunnhildur. Svíþjóð Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Í myndbandinu hér að ofan sjást óeirðirnar. Ekki alvanaleg sjón að sjá í Svíþjóð; brennandi skóli, alelda lögreglubílar og stórir hópar óeirðarseggja sem kasta grjóti í yfirvaldið. Og þó, það hefur svo sem alveg komið áður til átaka á milli okkar og þeirra, segir sænski ríkislögreglustjórinn, en þetta er eitthvað allt annað. Hvað veldur? Það er ekki fjarri lagi að eigna þessum hérna manni, hinum dansk-sænska Rasmusi Paladan, þann vafasama heiður að eiga upptökin að óeirðunum. Rasmus er leiðtogi róttæks dansks hægriflokks, Stram Kurs, sem hefur óbeit á innflytjendum. Rasmus skipulagði fyrir nokkrum dögum fund í Linkoping, þar sem hann brenndi eintak af Kóraninum. Þetta vakti, eins og Rasmus vissi, ofsafengin viðbrögð hópa sem telja sig svívirta af þeim helgispjöllum. Ekki mótmæli heldur frekar árás á lögreglu Sú mynd sem Paladan vill kynda undir er að sögn stjórnmálafræðings sú að lögregla hafi ekki stjórn á glæpagengjum sem samanstanda af innflytjendum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir kennir stjórnmálafræði við háskólann í Malmö.Háskólinn í Malmö „Ég hugsa að hann Rasmus Paladan sé bara að kynda undir þessa mynd af Svíþjóð í erlendum fjölmiðlum; við sem búum hér sjáum aðra mynd,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hún er búsett í Svíþjóð og kennir í Malmö. Þeir sem sækja að lögreglu eru að mati lögreglunnar gengjameðlimir sem sæta lagi, en þeir eru ekki að mótmæla pólitísku ástandi. „Ég held í þessu tilviki vilji þeir raunar ekki neitt,“ segir Gunnhildur. „Ef þetta eru, eins og lögreglan telur, gengjameðlimir, þá er þetta bara illska í garð lögreglunnar og yfirvalda. Þeir sem taka þátt í þessu eru í raun og veru ekki að mótmæla neinu sérstöku; þeir eru bara að mótmæla sinni stöðu í samfélaginu.“ Lögreglumál eru að sögn stjórnmálafræðingsins sannarlega á dagskrá komandi þingkosninga í Svíþjóð í haust. „Auðvitað er fólk sjokkerað að lögreglan verði fyrir þessu aðkasti. Fólk túlkar þetta ólíkt eftir því í hvaða flokki fólki er; fylgismenn Svíþjóðardemókratanna kannski túlka þetta á annan hátt til dæmis, þar sem þetta eru hverfi fyrst og fremst með innflytjendum,“ segir Gunnhildur.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17
Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14